Nýr Civic e:HEV meðal sex efstu hjá Autobest Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Honda Civic e:HEV. Nýjasta kynslóð Honda Civic, e:HEV, er síðasta afurðin úr smiðju japanska bílaframleiðandans sem kemst á lista yfir sex bíla sem keppa um hin virtu verðlaun „Best Buy Car of Europe“ (bestu bílakaupin í Evrópu) hjá AUTOBEST 2023. Nýr Honda Civic e:HEV er fjölskyldubíll, sem fæst eingöngu sem hybrid, kom á markaðinn fyrr á þessu ári og með honum var rekið smiðshöggið í þeirri áætlun Honda að bjóða eingöngu upp á rafbíla í almennu vöruúrvali í Evrópu árið 2022. Nýr Civic er væntanlegur á Íslandsmarkað mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári. Meðfylgjandi er myndband af YouTube rás AutoTrader. Þetta er í fjórða sinn sem bíll frá Honda er tilnefndur til úrslita hjá AUTOBEST og í annað skiptið sem Civic kemst í úrslit. Bílar sem áður hafa komist í úrslit eru HR-V árið 2016, Civic 2018 og Jazz 2021. AUTOBEST-verðlaunin eru valin af 31 virtum bílablaðamanni í Evrópu og veitt þeim bíl sem felur í sér bestu kaupin yfir heildina fyrir fjölbreyttan hóp evrópskra viðskiptavina. e:HEV-kerfið var þróað fyrir Civic og er sérhannað með akstursupplifun í huga. Það er sett saman úr tveimur kraftmiklum rafmótorum, 2,0 lítra Atkinson-bensínvél með beinni innspýtingu, Li-ionrafhlöðu og nýjustu kynslóð sjálfskiptingar Honda, sem saman skila framúrskarandi sparneytni ásamt góðri hröðun og afkastagetu. Innanrými Civic e:HEV er hannað með sérstakri áherslu á liti, efni og áferð til að auka þægindi við allar aðgerðir og snertingar. Þessum eiginleikum til viðbótar er úrval snjalltækni og framúrskarandi tengimöguleika í bílnum, hannað til að auðvelda daglegt líf farþeganna. Ellefta kynslóð Civic er hönnuð með miklu árekstraröryggi. Með sérlega stífum undirvagninum ásamt SENSING frá Honda, sem er safn ítarlegra akstursaðstoðarkerfa, 11 loftpúðum og samhæfi við nýjustu kynslóð i-Size og Isofix-barnabílstóla er hægt að tryggja vernd allra farþega ef slys ber að höndum. Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent
Nýr Honda Civic e:HEV er fjölskyldubíll, sem fæst eingöngu sem hybrid, kom á markaðinn fyrr á þessu ári og með honum var rekið smiðshöggið í þeirri áætlun Honda að bjóða eingöngu upp á rafbíla í almennu vöruúrvali í Evrópu árið 2022. Nýr Civic er væntanlegur á Íslandsmarkað mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári. Meðfylgjandi er myndband af YouTube rás AutoTrader. Þetta er í fjórða sinn sem bíll frá Honda er tilnefndur til úrslita hjá AUTOBEST og í annað skiptið sem Civic kemst í úrslit. Bílar sem áður hafa komist í úrslit eru HR-V árið 2016, Civic 2018 og Jazz 2021. AUTOBEST-verðlaunin eru valin af 31 virtum bílablaðamanni í Evrópu og veitt þeim bíl sem felur í sér bestu kaupin yfir heildina fyrir fjölbreyttan hóp evrópskra viðskiptavina. e:HEV-kerfið var þróað fyrir Civic og er sérhannað með akstursupplifun í huga. Það er sett saman úr tveimur kraftmiklum rafmótorum, 2,0 lítra Atkinson-bensínvél með beinni innspýtingu, Li-ionrafhlöðu og nýjustu kynslóð sjálfskiptingar Honda, sem saman skila framúrskarandi sparneytni ásamt góðri hröðun og afkastagetu. Innanrými Civic e:HEV er hannað með sérstakri áherslu á liti, efni og áferð til að auka þægindi við allar aðgerðir og snertingar. Þessum eiginleikum til viðbótar er úrval snjalltækni og framúrskarandi tengimöguleika í bílnum, hannað til að auðvelda daglegt líf farþeganna. Ellefta kynslóð Civic er hönnuð með miklu árekstraröryggi. Með sérlega stífum undirvagninum ásamt SENSING frá Honda, sem er safn ítarlegra akstursaðstoðarkerfa, 11 loftpúðum og samhæfi við nýjustu kynslóð i-Size og Isofix-barnabílstóla er hægt að tryggja vernd allra farþega ef slys ber að höndum.
Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent