Brighton henti Arsenal úr keppni | Man City hafði getur gegn Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2022 22:21 Tariq Lamptey hampað eftir að hann skoraði þriðja mark Brighton gegn Arsenal í kvöld. John Walton/Getty Images Heill haugur af leikjum í enska deildarbikarnum fór fram í kvöld. Þar ber helst að nefna að Brighton & Hove Albion lagði Arsenal, Nottingham Forest lagði Tottenham Hotspur, Manchester City lagði Chelsea og leikur Liverpool Derby County fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Á Emirates vellinum í Lundúnum kom Eddie Nketiah Skyttunum yfir eftir tuttugu mínútna leik en Danny Welbeck jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum síðar. Kaoru Mitoma kom gestunum yfir og þó Mikel Arteta hafi reynt að snúa einvíginu sér í hag með því að setja nafnana Gabriel, Martinelli og Jesus inn á ásamt Oleksandr Zinchenko og Granit Xhaka þá var það Brighton sem skoraði fjórða mark leiksins. Það gerði Tariq Lamptey á 71. mínútu og tryggði það mark Brighton áfram í enska deildarbikarnum. .@OfficialBHAFC have turned it around!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/vgocIS7P0C— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Antonio Conte stillti svo gott sem sínu sterkasta liði gegn Forest á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Renan Lodi heimamönnum yfir eftir sendingu Jesse Lingard þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lingard skoraði svo annað mark Forest sjö mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 2-0. Skipti engu þó Orel Mangala hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt í liði heimamanna þegar enn var stundarfjórðungur eftir. Man City vann 2-0 sigur á Chelsea þökk sé mörkum Riyad Mahrez og Julián Álvarez í síðari hálfleik. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Liverpool hafði betur gegn C-deildarliði Derby County í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liverpool stillti upp mikið breyttu liði en hafði á endanum betur 3-2 eftir vítaspyrnukeppnina. .@ManCity are through and @LiverpoolFC progress on penalties!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/orMNwnoN0e— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Mikið var um vítaspyrnukeppnir í kvöld en alls þurfti fjórar slíkar til að útkljá leiki kvöldsins. Önnur úrslit Newcastle United 0-0 Crystal Palace [Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni]Southampton 1-1 Sheffield Wendesday [Southampton áfram eftir vítaspyrnukeppni] West Ham United 2-2 Blackburn Rovers [Blackburn áfram eftir vítaspyrnukeppni]Wolves 1-0 Leeds United Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Á Emirates vellinum í Lundúnum kom Eddie Nketiah Skyttunum yfir eftir tuttugu mínútna leik en Danny Welbeck jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum síðar. Kaoru Mitoma kom gestunum yfir og þó Mikel Arteta hafi reynt að snúa einvíginu sér í hag með því að setja nafnana Gabriel, Martinelli og Jesus inn á ásamt Oleksandr Zinchenko og Granit Xhaka þá var það Brighton sem skoraði fjórða mark leiksins. Það gerði Tariq Lamptey á 71. mínútu og tryggði það mark Brighton áfram í enska deildarbikarnum. .@OfficialBHAFC have turned it around!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/vgocIS7P0C— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Antonio Conte stillti svo gott sem sínu sterkasta liði gegn Forest á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Renan Lodi heimamönnum yfir eftir sendingu Jesse Lingard þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lingard skoraði svo annað mark Forest sjö mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 2-0. Skipti engu þó Orel Mangala hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt í liði heimamanna þegar enn var stundarfjórðungur eftir. Man City vann 2-0 sigur á Chelsea þökk sé mörkum Riyad Mahrez og Julián Álvarez í síðari hálfleik. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Liverpool hafði betur gegn C-deildarliði Derby County í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liverpool stillti upp mikið breyttu liði en hafði á endanum betur 3-2 eftir vítaspyrnukeppnina. .@ManCity are through and @LiverpoolFC progress on penalties!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/orMNwnoN0e— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Mikið var um vítaspyrnukeppnir í kvöld en alls þurfti fjórar slíkar til að útkljá leiki kvöldsins. Önnur úrslit Newcastle United 0-0 Crystal Palace [Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni]Southampton 1-1 Sheffield Wendesday [Southampton áfram eftir vítaspyrnukeppni] West Ham United 2-2 Blackburn Rovers [Blackburn áfram eftir vítaspyrnukeppni]Wolves 1-0 Leeds United
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira