Heppni að rjúpnaskytta slasaðist ekki degi fyrr Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2022 14:00 Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann segir það vera gífurlega mikilvægt að tryggja fjarskiptainnviði landsins. Vísir/Vilhelm Ekkert símasamband var á Skagaströnd í þrjá klukkutíma í byrjun mánaðar. Íbúar á svæðinu hefðu ekki getað haft samband við Neyðarlínuna á meðan. Þingmaður Vinstri grænna segir að tryggja þurfi tvítengingu fjarskipta svo slíkt atvik komi ekki aftur fyrir. Rjúpnaskytta slasaðist alvarlega á svæðinu daginn eftir sambandsleysið Ljósleiðarastrengur fór úr sambandi á Skagaströnd í upphafi mánaðar. Við það missti allt sveitarfélagið netsamband í sex klukkustundir og símasamband í þrjár klukkustundir. Ekki hefði verið hægt að hringja í neyðarlínuna ef slys hefði átt sér stað. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir mjög alvarlegar aðstæður hafa myndast þarna. Tryggja þurfi fjarskipti landsbyggðarinnar við önnur sveitarfélög. „Það hefur verið gert vel í því að koma á nútíma farsímasambandi sem víðast, ljósleiðara og slíku. En það hefur ekki verið hugsað nægilega um það að það skipti gríðarlegu máli að það sé til staðar öllum stundum. Til þess þarf að vera tvítenging fjarskipta. Ef að það fer út eina leiðina þá sé önnur leið til að tryggja fjarskipti. Jafnvel þó slíkar aðstæður komi ekki upp nema á nokkurra ára fresti getur það verið á ögurstundu sem slíkt gerist,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Mikilvægur hluti af þjóðaröryggi Hann vill að meiri áhersla sé lögð á að fjarskiptaöryggi sé tryggt öllum stundum. Varaleiðir á landsvísu komi í veg fyrir að svona öryggisbrestur geti átt sér stað. „Vissulega mun það kosta fjármuni en þetta er eitthvað sem verður að gera. Ég tel að með því að skilgreina þessi fjarskipti enn frekar sem hluta af okkar þjóðaröryggi þá sé enn meiri þungi settur í að tryggja þessa innviði,“ segir Bjarni. Daginn eftir sambandsleysið slasaðist rjúpnaskytta alvarlega á svæðinu. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli. Bjarni segist ekki vilja hugsa sér hvað hefði gerst ef slysið hefði átt sér stað degi fyrr. „Það hefði getað tekið lengri tíma og mögulega undir slíkum kringumstæðum skapað enn alvarlegri aðstæður ef ekki er hægt að bregðast strax við. Á undanförnum vikum hafa verið að koma upp, því miður, tilvik sem hafa kallað á viðbúnað,“ segir Bjarni. Skagaströnd Skagabyggð Fjarskipti Tengdar fréttir Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ljósleiðarastrengur fór úr sambandi á Skagaströnd í upphafi mánaðar. Við það missti allt sveitarfélagið netsamband í sex klukkustundir og símasamband í þrjár klukkustundir. Ekki hefði verið hægt að hringja í neyðarlínuna ef slys hefði átt sér stað. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir mjög alvarlegar aðstæður hafa myndast þarna. Tryggja þurfi fjarskipti landsbyggðarinnar við önnur sveitarfélög. „Það hefur verið gert vel í því að koma á nútíma farsímasambandi sem víðast, ljósleiðara og slíku. En það hefur ekki verið hugsað nægilega um það að það skipti gríðarlegu máli að það sé til staðar öllum stundum. Til þess þarf að vera tvítenging fjarskipta. Ef að það fer út eina leiðina þá sé önnur leið til að tryggja fjarskipti. Jafnvel þó slíkar aðstæður komi ekki upp nema á nokkurra ára fresti getur það verið á ögurstundu sem slíkt gerist,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Mikilvægur hluti af þjóðaröryggi Hann vill að meiri áhersla sé lögð á að fjarskiptaöryggi sé tryggt öllum stundum. Varaleiðir á landsvísu komi í veg fyrir að svona öryggisbrestur geti átt sér stað. „Vissulega mun það kosta fjármuni en þetta er eitthvað sem verður að gera. Ég tel að með því að skilgreina þessi fjarskipti enn frekar sem hluta af okkar þjóðaröryggi þá sé enn meiri þungi settur í að tryggja þessa innviði,“ segir Bjarni. Daginn eftir sambandsleysið slasaðist rjúpnaskytta alvarlega á svæðinu. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli. Bjarni segist ekki vilja hugsa sér hvað hefði gerst ef slysið hefði átt sér stað degi fyrr. „Það hefði getað tekið lengri tíma og mögulega undir slíkum kringumstæðum skapað enn alvarlegri aðstæður ef ekki er hægt að bregðast strax við. Á undanförnum vikum hafa verið að koma upp, því miður, tilvik sem hafa kallað á viðbúnað,“ segir Bjarni.
Skagaströnd Skagabyggð Fjarskipti Tengdar fréttir Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01