Sonur Michael Schumacher missir sæti sitt í formúlunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 08:00 Mick Schumacher þarf nú að finna sér nýja leið inn í formúlu eitt. Getty/Clive Mason Formúluökumaðurinn Mick Schumacher verður án liðs í formúlu eitt eftir þetta tímabil þar sem að Haas liðið samdi við reynsluboltann Nico Hulkenberg. Schumacher hefur ekki sýnt nógu mikið með bandaríska liðinu undanfarin tvö ár til þess að halda sæti sínu á 2023 tímabilinu. Mick Schumacher will leave Haas at the end of the season#F1 pic.twitter.com/Tnz004sRS0— Formula 1 (@F1) November 17, 2022 Schumacher er auðvitað sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher en faðir hann var búinn að vinna tvo heimsmeistaratitla þegar strákurinn kom í heiminn árið 1999 og vann fimm heimsmeistaratitla á fyrstu sex árunum í lífi Mick. Schumacher er nú 23 ára gamall en hinn 35 ára gamli Hulkenberg er að fara að keppa í fyrsta sinn í formúlu eitt síðan að Renault lét hann fara árið 2019. Eina mögulega sætið sem er eftir í formúlu eitt er ef Bandaríkjamanninum Logan Sargeant mistekst á ná í nægilega mörg stig í lokamóti formúlu tvö en annars tryggir hann sér sæti í Williams liðinu. Williams menn gáfu það út að Sargeant fengu sætið ef hann nær að komast áfram. Hann þarf að enda áttundi eða ofar en er nú í þriðja sæti. Schumacher fékk samtals tólf stig á þessu tímabili en liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, náði í 25 stig. Schumacher hefur líka lent í mörgum árekstrum sem hafa auðvitað mikil áhrif á stigasöfnun hans. Besta leiðin fyrir Schumacher er væntanlega að verða varamaður hjá einhverju liði og hann gæti keppt um slíkt sæti hjá Mercedes. Faðir hans Michael Schumacher átti góðan tíma hjá Mercedes og yfirmaðurinn Toto Wolff lét hafa eftir sér að Mercedes og Schumacher fjölskyldan tilheyrðu hvoru öðru. Schumacher byrjaði ökuferill sinn hjá undirfélagi Mercedes (Jordan) og endaði hann á þremur árum hjá Mercedes frá 2010 til 2012. Titlana vann hann hins vegar hjá Benetton og Ferrari. Mick Schumacher staðfesti fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/pvm7CmEjLP— Mick Schumacher (@SchumacherMick) November 17, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Schumacher hefur ekki sýnt nógu mikið með bandaríska liðinu undanfarin tvö ár til þess að halda sæti sínu á 2023 tímabilinu. Mick Schumacher will leave Haas at the end of the season#F1 pic.twitter.com/Tnz004sRS0— Formula 1 (@F1) November 17, 2022 Schumacher er auðvitað sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher en faðir hann var búinn að vinna tvo heimsmeistaratitla þegar strákurinn kom í heiminn árið 1999 og vann fimm heimsmeistaratitla á fyrstu sex árunum í lífi Mick. Schumacher er nú 23 ára gamall en hinn 35 ára gamli Hulkenberg er að fara að keppa í fyrsta sinn í formúlu eitt síðan að Renault lét hann fara árið 2019. Eina mögulega sætið sem er eftir í formúlu eitt er ef Bandaríkjamanninum Logan Sargeant mistekst á ná í nægilega mörg stig í lokamóti formúlu tvö en annars tryggir hann sér sæti í Williams liðinu. Williams menn gáfu það út að Sargeant fengu sætið ef hann nær að komast áfram. Hann þarf að enda áttundi eða ofar en er nú í þriðja sæti. Schumacher fékk samtals tólf stig á þessu tímabili en liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, náði í 25 stig. Schumacher hefur líka lent í mörgum árekstrum sem hafa auðvitað mikil áhrif á stigasöfnun hans. Besta leiðin fyrir Schumacher er væntanlega að verða varamaður hjá einhverju liði og hann gæti keppt um slíkt sæti hjá Mercedes. Faðir hans Michael Schumacher átti góðan tíma hjá Mercedes og yfirmaðurinn Toto Wolff lét hafa eftir sér að Mercedes og Schumacher fjölskyldan tilheyrðu hvoru öðru. Schumacher byrjaði ökuferill sinn hjá undirfélagi Mercedes (Jordan) og endaði hann á þremur árum hjá Mercedes frá 2010 til 2012. Titlana vann hann hins vegar hjá Benetton og Ferrari. Mick Schumacher staðfesti fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/pvm7CmEjLP— Mick Schumacher (@SchumacherMick) November 17, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira