Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2022 08:45 Mikill viðbúnaður var í Bankastræti í gærkvöldi. Aðsend Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mennirnir, sem séu í kringum tvítugt, hafi allir verið með stungusár. Fram kemur að lögreglu hafi verið tilkynnt um árásina klukkan 23:33 og strax haldið á vettvang. Fyrir liggi að það hafi verið hópur manna sem réðst inn á skemmtistaðinn og að þremenningunum þar sem þeir voru staddir í herbergi. Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í kvöld. „Árásarmennirnir voru dökklæddir og með grímur, en þeir yfirgáfu skemmtistaðinn um leið og árásin var yfirstaðin. Talið er að þeir hafi verið innandyra í mjög skamman tíma, en leit að þeim hófst strax eftir að lögreglan kom á vettvang,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að tugir lögreglumanna hafi komið að rannsókn málsins frá því í gærkvöld og nótt og hafi húsleit verið framkvæmt á allnokkrum stöðum í þágu hennar. Fjórir hafi verið handteknir vegna málsins þegar tilkynningin var send á fjölmiðla um klukkan 8:40. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Lögregla vopnaðist Ennfremur segir að rannsókn málsins sé í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en við aðgerðirnar í gærkvöld og nótt hafi hún notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Rannsóknin er sögð beinast meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum, en að á þessu stigi sé of snemmt að fullyrða um slíkt. „Svo virðist sem málsaðilar séu flestir Íslendingar, en það á eftir að skýrast frekar. Lögreglan vopnaðist vegna aðgerðanna í gærkvöld og nótt, en um mjög alvarlega árás er að ræða. Frekari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi notið aðstoðar kollega sinna á Suðurlandi við aðgerðirnar í nótt. Reykjavík Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mennirnir, sem séu í kringum tvítugt, hafi allir verið með stungusár. Fram kemur að lögreglu hafi verið tilkynnt um árásina klukkan 23:33 og strax haldið á vettvang. Fyrir liggi að það hafi verið hópur manna sem réðst inn á skemmtistaðinn og að þremenningunum þar sem þeir voru staddir í herbergi. Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í kvöld. „Árásarmennirnir voru dökklæddir og með grímur, en þeir yfirgáfu skemmtistaðinn um leið og árásin var yfirstaðin. Talið er að þeir hafi verið innandyra í mjög skamman tíma, en leit að þeim hófst strax eftir að lögreglan kom á vettvang,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að tugir lögreglumanna hafi komið að rannsókn málsins frá því í gærkvöld og nótt og hafi húsleit verið framkvæmt á allnokkrum stöðum í þágu hennar. Fjórir hafi verið handteknir vegna málsins þegar tilkynningin var send á fjölmiðla um klukkan 8:40. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Lögregla vopnaðist Ennfremur segir að rannsókn málsins sé í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en við aðgerðirnar í gærkvöld og nótt hafi hún notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Rannsóknin er sögð beinast meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum, en að á þessu stigi sé of snemmt að fullyrða um slíkt. „Svo virðist sem málsaðilar séu flestir Íslendingar, en það á eftir að skýrast frekar. Lögreglan vopnaðist vegna aðgerðanna í gærkvöld og nótt, en um mjög alvarlega árás er að ræða. Frekari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi notið aðstoðar kollega sinna á Suðurlandi við aðgerðirnar í nótt.
Reykjavík Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44