Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 10:51 Árásin átti sér stað á Bankastræti Club í gærkvöldi. vísir/vilhelm Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þarna hafi verið hátt í tuttugu til tuttugu og fimm manns sem þarna áttu hlut að þessari árás og inngöngu inn á skemmtistaðinn,“ segir Margeir. Þar af hafi um tuttugu farið inn á staðinn. Og þeir voru allir grímuklæddir? „Já, allir sem fóru inn á þennan skemmtistað voru grímuklæddir.“ Hnífaárásir færast í aukana Margeir segir rannsókn málsins á frumstigi. „Og það er ómögulegt að segja hversu marga við náum í í dag eða hvort það verði fleiri handteknir. Við erum bara svona að átta okkur á umfanginu.“ Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í gærkvöldi.aðsend Rannsókn málsins er nú í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en farið var í umfangsmiklar húsleitir og handtökuaðgerðir eftir árásina í gærkvöldi. Við þær aðgerðir vopnaðist lögregla og naut aðstoðar sérsveitarinnar. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að gæta fyllsta öryggis og við erum að fást þarna við menn sem eru að beita þessum vopnum. Hnífar eru stórhættuleg vopn og menn beita þessu óspart orðið, að okkur sýnist. Og við reynum bara að gæta fyllsta öryggis,“ segir Margeir. Óvenju margir í árásinni Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Sérstaklega er til skoðunar hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum en Margeir vill ekki fara nánar úr í það. Árásin hafi að mörgu leyti verið óvenjuleg. „Þetta er náttúrulega ekki nýtt svo sem að við séum að fást við hnífaárásir hérna í miðbænum en að það sé svona mikill fjöldi og það virðist sem þetta sé gert með svona skipulegum hætti – það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á í gær hlutu allir stungusár og voru fluttir á bráðadeild í gær. Enginn þeirra er í lífshættu að sögn Margeirs. Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þarna hafi verið hátt í tuttugu til tuttugu og fimm manns sem þarna áttu hlut að þessari árás og inngöngu inn á skemmtistaðinn,“ segir Margeir. Þar af hafi um tuttugu farið inn á staðinn. Og þeir voru allir grímuklæddir? „Já, allir sem fóru inn á þennan skemmtistað voru grímuklæddir.“ Hnífaárásir færast í aukana Margeir segir rannsókn málsins á frumstigi. „Og það er ómögulegt að segja hversu marga við náum í í dag eða hvort það verði fleiri handteknir. Við erum bara svona að átta okkur á umfanginu.“ Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í gærkvöldi.aðsend Rannsókn málsins er nú í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en farið var í umfangsmiklar húsleitir og handtökuaðgerðir eftir árásina í gærkvöldi. Við þær aðgerðir vopnaðist lögregla og naut aðstoðar sérsveitarinnar. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að gæta fyllsta öryggis og við erum að fást þarna við menn sem eru að beita þessum vopnum. Hnífar eru stórhættuleg vopn og menn beita þessu óspart orðið, að okkur sýnist. Og við reynum bara að gæta fyllsta öryggis,“ segir Margeir. Óvenju margir í árásinni Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Sérstaklega er til skoðunar hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum en Margeir vill ekki fara nánar úr í það. Árásin hafi að mörgu leyti verið óvenjuleg. „Þetta er náttúrulega ekki nýtt svo sem að við séum að fást við hnífaárásir hérna í miðbænum en að það sé svona mikill fjöldi og það virðist sem þetta sé gert með svona skipulegum hætti – það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á í gær hlutu allir stungusár og voru fluttir á bráðadeild í gær. Enginn þeirra er í lífshættu að sögn Margeirs.
Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira