„Þær taka valdið aftur í sínar hendur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Laufey Brá Jónsdóttir ráðgjafi hjá Kvennaathvarfinu ræddi starfsemina í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. „Viðtalsþjónustan okkar er alltaf að verða veigameiri og veigameiri,“ segir Laufey Brá Jónsdóttir ráðgjafi Kvennathvarfsins. „Við erum með viðtöl alla virka daga og erum með mjög reynda ráðgjafa sem eru að mínu mati og annarra mestu sérfræðingarnir í heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samskiptum.“ Vegna aukinnar eftirspurnar eftir viðtölum hjá Kvennaathvarfinu er húsnæðið sprungið utan af starfseminni og því er verið að safna fyrir nýju og hentugra húsnæði svo hægt sé að koma öllu starfi athvarfsins í Reykjavík í eitt húsnæði. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er trúnaður og að kona sé algjörlega viss um það að það komist aldrei upp um það að hún sé að tala við okkur. Öll gögn sem við geymum, geymum við alfarið fyrir konuna.“ Heilsar konunum ekki úti á götu Fjöldi kvenna og barna dvelja í neyðarathvarfi Kvennaathvarfsins en svo sækja þar að auki hundruð kvenna þangað í viðtöl og ráðgjöf. Laufey segir að það sé algengt að konur í ofbeldissambandi leiti sér ekki hjálpar, jafnvel þó þær séu með áverka. Þá er ekkert til skráð um ofbeldið. „Þegar kona loksins kemur, eða ákveður að fara eða ákveður að kæra, þá er eins og þetta sé bara einhver einn einstakur viðburður. En það er það svo sannarlega ekki. Þess vegna höldum við utan um gögnin fyrir konurnar en það eru eingöngu þær sem að geta nálgast gögnin.“ Skref í átt að frelsi Laufey segir að í viðtölunum fái konurnar stuðning og ráðgjöf og öðlist trú á eigin getu. „Þær taka valdið aftur í sínar hendur. Svo fara þær frá okkur og þá erum við ekki lengur til. Ef þær hitta mig úti í búð þá heilsa ég ekki að fyrra bragði. Það er ekki af því að ég þekki þær ekki eða langi ekki að taka utan um þær og spyrja frétta. Þetta er bara vegna þess að ég veit ekkert hver er við hliðina á þeim.“ Skrefin upp að Kvennaathvarfinu geta verið erfið en þar tekur á móti konum hlýr faðmur. „Þetta er átt til frelsis, þetta er átt til þess að fá lífið sitt til baka og fá sjálfa sig til baka. Konur halda stundum að þær séu ónýtar en þær eru það alls ekki. Við erum ekki ofbeldið sem við verðum fyrir.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Laufey í söfnunarþættinum í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og taka skal fram að söfnunarnúmerin eru enn opin. Klippa: Heilsar konunum ekki úti á götu Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700 Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00 Þarf stundum að þurrka tárin úti í horni „Konurnar eru á öllum aldri. Hingað koma börn á öllum aldri líka. Við höfum fengið nýfædd börn í hús og allt að átján ára.“ 12. nóvember 2022 20:00 „Við vissum ekki hvort við myndum lifa þetta af“ „Meðan hann var í vinnunni þá var þetta allt í lagi, við nutum þess að vera saman. Við höfum alltaf verið mjög þétt fjölskylda þannig að tíminn sem við áttum saman á meðan hann var í vinnu var mjög ljúfur. Svo var það skýið sem kom í kringum hálf fjögur og helgarnar sem voru bara martröð“ 11. nóvember 2022 07:00 Söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Í kvöld er sýndur á Stöð 2 söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá og verður einnig hægt að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. 10. nóvember 2022 13:02 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
„Viðtalsþjónustan okkar er alltaf að verða veigameiri og veigameiri,“ segir Laufey Brá Jónsdóttir ráðgjafi Kvennathvarfsins. „Við erum með viðtöl alla virka daga og erum með mjög reynda ráðgjafa sem eru að mínu mati og annarra mestu sérfræðingarnir í heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samskiptum.“ Vegna aukinnar eftirspurnar eftir viðtölum hjá Kvennaathvarfinu er húsnæðið sprungið utan af starfseminni og því er verið að safna fyrir nýju og hentugra húsnæði svo hægt sé að koma öllu starfi athvarfsins í Reykjavík í eitt húsnæði. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er trúnaður og að kona sé algjörlega viss um það að það komist aldrei upp um það að hún sé að tala við okkur. Öll gögn sem við geymum, geymum við alfarið fyrir konuna.“ Heilsar konunum ekki úti á götu Fjöldi kvenna og barna dvelja í neyðarathvarfi Kvennaathvarfsins en svo sækja þar að auki hundruð kvenna þangað í viðtöl og ráðgjöf. Laufey segir að það sé algengt að konur í ofbeldissambandi leiti sér ekki hjálpar, jafnvel þó þær séu með áverka. Þá er ekkert til skráð um ofbeldið. „Þegar kona loksins kemur, eða ákveður að fara eða ákveður að kæra, þá er eins og þetta sé bara einhver einn einstakur viðburður. En það er það svo sannarlega ekki. Þess vegna höldum við utan um gögnin fyrir konurnar en það eru eingöngu þær sem að geta nálgast gögnin.“ Skref í átt að frelsi Laufey segir að í viðtölunum fái konurnar stuðning og ráðgjöf og öðlist trú á eigin getu. „Þær taka valdið aftur í sínar hendur. Svo fara þær frá okkur og þá erum við ekki lengur til. Ef þær hitta mig úti í búð þá heilsa ég ekki að fyrra bragði. Það er ekki af því að ég þekki þær ekki eða langi ekki að taka utan um þær og spyrja frétta. Þetta er bara vegna þess að ég veit ekkert hver er við hliðina á þeim.“ Skrefin upp að Kvennaathvarfinu geta verið erfið en þar tekur á móti konum hlýr faðmur. „Þetta er átt til frelsis, þetta er átt til þess að fá lífið sitt til baka og fá sjálfa sig til baka. Konur halda stundum að þær séu ónýtar en þær eru það alls ekki. Við erum ekki ofbeldið sem við verðum fyrir.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Laufey í söfnunarþættinum í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og taka skal fram að söfnunarnúmerin eru enn opin. Klippa: Heilsar konunum ekki úti á götu Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00 Þarf stundum að þurrka tárin úti í horni „Konurnar eru á öllum aldri. Hingað koma börn á öllum aldri líka. Við höfum fengið nýfædd börn í hús og allt að átján ára.“ 12. nóvember 2022 20:00 „Við vissum ekki hvort við myndum lifa þetta af“ „Meðan hann var í vinnunni þá var þetta allt í lagi, við nutum þess að vera saman. Við höfum alltaf verið mjög þétt fjölskylda þannig að tíminn sem við áttum saman á meðan hann var í vinnu var mjög ljúfur. Svo var það skýið sem kom í kringum hálf fjögur og helgarnar sem voru bara martröð“ 11. nóvember 2022 07:00 Söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Í kvöld er sýndur á Stöð 2 söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá og verður einnig hægt að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. 10. nóvember 2022 13:02 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00
Þarf stundum að þurrka tárin úti í horni „Konurnar eru á öllum aldri. Hingað koma börn á öllum aldri líka. Við höfum fengið nýfædd börn í hús og allt að átján ára.“ 12. nóvember 2022 20:00
„Við vissum ekki hvort við myndum lifa þetta af“ „Meðan hann var í vinnunni þá var þetta allt í lagi, við nutum þess að vera saman. Við höfum alltaf verið mjög þétt fjölskylda þannig að tíminn sem við áttum saman á meðan hann var í vinnu var mjög ljúfur. Svo var það skýið sem kom í kringum hálf fjögur og helgarnar sem voru bara martröð“ 11. nóvember 2022 07:00
Söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Í kvöld er sýndur á Stöð 2 söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá og verður einnig hægt að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. 10. nóvember 2022 13:02