Fjórtán handteknir og einn látinn laus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2022 12:28 Margeir Sveinsson segir að um tíu til fimmtán manna sé enn leitað í tengslum við rannsóknina. vísir/egill Lögregla handtók fjóra menn í tengslum við stunguárásina á Bankastræti Club í gærkvöldi og í nótt. Alls hafa nú fjórtán verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins og fimm verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einum hefur verið sleppt úr haldi og býst lögregla við að fleirum verði sleppt í dag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Í heildina höfum við farið í fjórtán handtökur. Einn er laus og það má búast við að fleirum verði sleppt í dag því við teljum ekki að þátt þeirra vera það mikinn í þessu,“ segir Margeir. Alls eru hátt í þrjátíu taldir tengjast árásinni og leitar lögregla enn hinna sem hafa ekki verið handteknir enn, um tíu til fimmtán manna. „Það voru handteknir fjórir í gærkvöldi og í nótt. Einn af þeim gaf sig fram við lögreglu eftir áskorun lögreglu. En það er ekki búið að taka afstöðu [um gæsluvarðhaldskröfu] til þeirra en það er að fara fram skýrslutökur og þá kemur í ljós hvað verður með framhaldið,“ segir Margeir. „Við erum enn að leita hinna og við hættum þeirri leit ekkert fyrr en allir eru komnir í hús. Það er bara staðan.“ Æddu vopnaðir og grímuklæddir inn Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þrír þeirra voru úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald en tveir í vikulangt varðhald. Mennirnir eru taldir hafa ætt inn grímuklæddir á skemmtistaðinn Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld og ráðist að þremur mönnum á neðri hæð staðarins og stungið þá ítrekað. Tveir þeirra sem lentu í árásinni opnuðu sig um hana í dag: Hafa náð vel utan um málið Megináhersla lögreglu hefur verið lögð á að hafa upp á öllum sem taldir eru hafa komið að árásinni. „Samhliða höfum við verið að átta okkur á árásinni og hlutverki hvers og eins. En við höfum lagt mikla áherslu á að finna þessa menn og koma þeim hingað í hús. Og það er bara eitthvað sem við höldum áfram með þangað til við erum búin að ná öllum,“ segir Margeir. Rannsóknin sé á frumstigi en hafi gengið vel. Hann telur ekki tímabært að ræða hvað gæti hafa legið að baki árásinni. „Það má segja að málið sé bara rétt á frumstigi þó að við höfum svona verið að ná tiltölulega vel utan um það samt sem áður.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Í heildina höfum við farið í fjórtán handtökur. Einn er laus og það má búast við að fleirum verði sleppt í dag því við teljum ekki að þátt þeirra vera það mikinn í þessu,“ segir Margeir. Alls eru hátt í þrjátíu taldir tengjast árásinni og leitar lögregla enn hinna sem hafa ekki verið handteknir enn, um tíu til fimmtán manna. „Það voru handteknir fjórir í gærkvöldi og í nótt. Einn af þeim gaf sig fram við lögreglu eftir áskorun lögreglu. En það er ekki búið að taka afstöðu [um gæsluvarðhaldskröfu] til þeirra en það er að fara fram skýrslutökur og þá kemur í ljós hvað verður með framhaldið,“ segir Margeir. „Við erum enn að leita hinna og við hættum þeirri leit ekkert fyrr en allir eru komnir í hús. Það er bara staðan.“ Æddu vopnaðir og grímuklæddir inn Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þrír þeirra voru úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald en tveir í vikulangt varðhald. Mennirnir eru taldir hafa ætt inn grímuklæddir á skemmtistaðinn Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld og ráðist að þremur mönnum á neðri hæð staðarins og stungið þá ítrekað. Tveir þeirra sem lentu í árásinni opnuðu sig um hana í dag: Hafa náð vel utan um málið Megináhersla lögreglu hefur verið lögð á að hafa upp á öllum sem taldir eru hafa komið að árásinni. „Samhliða höfum við verið að átta okkur á árásinni og hlutverki hvers og eins. En við höfum lagt mikla áherslu á að finna þessa menn og koma þeim hingað í hús. Og það er bara eitthvað sem við höldum áfram með þangað til við erum búin að ná öllum,“ segir Margeir. Rannsóknin sé á frumstigi en hafi gengið vel. Hann telur ekki tímabært að ræða hvað gæti hafa legið að baki árásinni. „Það má segja að málið sé bara rétt á frumstigi þó að við höfum svona verið að ná tiltölulega vel utan um það samt sem áður.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira