Parið byrjaði að slá sér upp í haust og eru þær ansi lukkulegar með hvor aðra.
Mikla athygli vakti þegar Arndís Anna ákvað að giftast sjálfri sér fyrr á árinu í fjörutíu ára afmælinu sínu. Vinkona hennar, Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, giftist einnig sjálfri sér í sameiginlegri afmælisveislu þeirra. Það var rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir sem gifti þær.