Lífið

Sá sér leik á borði og selur Stjörnu­torg

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kringlan sjálf hefur engin tengsl við lénið en tímasetning sölunnar er áhugaverð, nú þegar Stjörnutorg er að loka.
Kringlan sjálf hefur engin tengsl við lénið en tímasetning sölunnar er áhugaverð, nú þegar Stjörnutorg er að loka. Vísir/Vilhelm

Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra.

„Stjörnutorg er til sölu. Er að selja lénið stjornutorg.is. Selst hæstbjóðanda, áhugasamir hafi samband í skilaboðum,“ segir seljandinn, ingo1308, á Bland.is

Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fyrirtækið engin tengsl hafa við lénið. 

Kringlan hafi einfaldlega notað lénið kringlan.is til þessa, en Baldvinu þykir þetta spaugilegt: „Lifi Stjörnutorg.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.