„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 21:54 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sitt lið í kvöld. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. „Við töpuðum fyrir betra liðið. Við vorum að elta þá allan leikinn og það vantaði upp á vörnina, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum í miklu veseni með þá,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leikinn. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleikinn, 16-18, þar sem Valur stóð heldur betur uppi í hárinu á Flensburg. „Þetta þróaðist ágætlega. Við vissum það svo sem fyrirfram að öll mistök og færi sem færu í súginn væru dýr og það kom á daginn. En við fengum þær stöður sem við sóttumst eftir en við hefðum þurft betri varnarleik og markvörsluna til að fylgja með til að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Snorri. Flensburg dró markvisst úr hraðanum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Það breyttist svo sem ekkert. Þetta eru góðir leikmenn og þeir lásu okkar varnarleik betur. Við náðum ekki þeim stoppum og fríköstum sem við vildum fá. Við prófuðum 5-1/3-2-1 vörn en það gekk ekki. Við vorum í veseni í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Snorri. Origo-höllin var troðfullt í kvöld og Snorri naut þess að sjá liðið sitt á þessu stóra sviði þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Bara gæsahúð. Þetta eru forréttindi, engin spurning. Auðvitað er maður svekktur með að tapa leik. En ég tek ekkert af mínum mönnum. Þeir voru frábærir í kvöld og það var ekki mikið eftir á tankinum hjá einum eða neinum. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði Snorri. „Við vorum bara að spila á móti góðu liði og það er ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann. Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Stemmningin og umgjörðin var svo í heimsklassa og algjörlega magnað að fá að upplifa þetta með sínu uppeldisfélagi. En það góða við þetta er að það eru fleiri heimaleikir eftir. Við bökkum ekkert með okkar markmið. Við ætlum upp úr riðlinum og því fleiri leiki með svona stemmningu sem við fáum því auðveldara verður það.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
„Við töpuðum fyrir betra liðið. Við vorum að elta þá allan leikinn og það vantaði upp á vörnina, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum í miklu veseni með þá,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leikinn. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleikinn, 16-18, þar sem Valur stóð heldur betur uppi í hárinu á Flensburg. „Þetta þróaðist ágætlega. Við vissum það svo sem fyrirfram að öll mistök og færi sem færu í súginn væru dýr og það kom á daginn. En við fengum þær stöður sem við sóttumst eftir en við hefðum þurft betri varnarleik og markvörsluna til að fylgja með til að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Snorri. Flensburg dró markvisst úr hraðanum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Það breyttist svo sem ekkert. Þetta eru góðir leikmenn og þeir lásu okkar varnarleik betur. Við náðum ekki þeim stoppum og fríköstum sem við vildum fá. Við prófuðum 5-1/3-2-1 vörn en það gekk ekki. Við vorum í veseni í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Snorri. Origo-höllin var troðfullt í kvöld og Snorri naut þess að sjá liðið sitt á þessu stóra sviði þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Bara gæsahúð. Þetta eru forréttindi, engin spurning. Auðvitað er maður svekktur með að tapa leik. En ég tek ekkert af mínum mönnum. Þeir voru frábærir í kvöld og það var ekki mikið eftir á tankinum hjá einum eða neinum. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði Snorri. „Við vorum bara að spila á móti góðu liði og það er ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann. Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Stemmningin og umgjörðin var svo í heimsklassa og algjörlega magnað að fá að upplifa þetta með sínu uppeldisfélagi. En það góða við þetta er að það eru fleiri heimaleikir eftir. Við bökkum ekkert með okkar markmið. Við ætlum upp úr riðlinum og því fleiri leiki með svona stemmningu sem við fáum því auðveldara verður það.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti