Leikmaður Bandaríkjanna fór út að borða í Katar með forseta Líberíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 10:00 Timothy Weah fagnar marki sínu á móti Wales í fyrsta leik Bandaríkjanna á HM í Katar. Getty/Marvin Ibo Guengoer Hún var skemmtileg myndin sem kom inn á samfélagsmiðla eftir leik Bandaríkjanna og Wales á heimsmeistaramótinu í Katar. Leiknum endaði með 1-1 jafntefli eftir að Gareth Bale jafnaði úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok. Timothy Weah hafði áður komið bandaríska landsliðinu yfir með sínu fyrsta marki í úrslitakeppni HM. Þetta var hans fjórða mark fyrir bandaríska landsliðið. Eftir leikinn fór Timothy út af að borða með forseta Líberíu. Sá heitir George Weah og það vill svo til að hann er faðir Timothy. George Weah var sjálfur frábær leikmaður og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Monakó, Paris Saint-Germain og AC Milan. Just had dinner with my son Timothy Weah. Proud daddy. pic.twitter.com/Jrx2vT3iAa— George Weah (@GeorgeWeahOff) November 22, 2022 George vann Gullboltann árið 1995 og varð þá eini landsliðsmaður Afríkuríkis til að afreka slíkt. George Weah lék alls 75 landsleiki fyrir Líberíu frá 1986 til 2002 og skoraði í þeim 18 mörk. Hann fékk hins vegar aldrei að spila á HM því landslið Líberíu hefur aldrei komist í úrslitakeppni HM. Timothy Weah fæddist árið 2000 í Brooklyn í New York fylki en móðir hans er frá Jamaíku. Hann fór ungur til Paris Saint-Germain en hefur spilað með Lille frá árinu 2019. Timothy hafði möguleika á því að spila fyri fjögur landslið en valdi það bandaríska fram yfir Frakkland, Jamaíkúy og Líberíu. George Weah hefur verið forseti Líberíu frá því í janúar 2018. George Weah, the only African player to have won the Ballon d Or, and arguably the greatest player the continent has produced never played in a #FIFAWorldCup. Timothy Weah, his son, has just gone and scored in one. Legacy pic.twitter.com/bNALl3tKws— 101 Great Goals (@101greatgoals) November 21, 2022 HM 2022 í Katar Líbería Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Timothy Weah hafði áður komið bandaríska landsliðinu yfir með sínu fyrsta marki í úrslitakeppni HM. Þetta var hans fjórða mark fyrir bandaríska landsliðið. Eftir leikinn fór Timothy út af að borða með forseta Líberíu. Sá heitir George Weah og það vill svo til að hann er faðir Timothy. George Weah var sjálfur frábær leikmaður og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Monakó, Paris Saint-Germain og AC Milan. Just had dinner with my son Timothy Weah. Proud daddy. pic.twitter.com/Jrx2vT3iAa— George Weah (@GeorgeWeahOff) November 22, 2022 George vann Gullboltann árið 1995 og varð þá eini landsliðsmaður Afríkuríkis til að afreka slíkt. George Weah lék alls 75 landsleiki fyrir Líberíu frá 1986 til 2002 og skoraði í þeim 18 mörk. Hann fékk hins vegar aldrei að spila á HM því landslið Líberíu hefur aldrei komist í úrslitakeppni HM. Timothy Weah fæddist árið 2000 í Brooklyn í New York fylki en móðir hans er frá Jamaíku. Hann fór ungur til Paris Saint-Germain en hefur spilað með Lille frá árinu 2019. Timothy hafði möguleika á því að spila fyri fjögur landslið en valdi það bandaríska fram yfir Frakkland, Jamaíkúy og Líberíu. George Weah hefur verið forseti Líberíu frá því í janúar 2018. George Weah, the only African player to have won the Ballon d Or, and arguably the greatest player the continent has produced never played in a #FIFAWorldCup. Timothy Weah, his son, has just gone and scored in one. Legacy pic.twitter.com/bNALl3tKws— 101 Great Goals (@101greatgoals) November 21, 2022
HM 2022 í Katar Líbería Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira