Matthías vildi finna gleðina aftur í fótboltanum: Sóknarbolti Víkings heillaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 08:01 Matthías Vilhjálmsson sést hér kominn í Víkingsbúninginn. Víkingur Ein af stærstu félagsskiptunum eftir tímabilið var þegar Víkingar kræktu í reynsluboltann og fyrirliða FH-liðsins, Matthías Vilhjálmsson. Það vakti auðvitað mikla athygli þegar Matthías hætti hjá FH og samdi við Víkinga. Guðjón Guðmundsson vildi fá að vita af hverju hann samdi við Víking. „Fyrst og fremst út af þjálfaranum og hvernig fótbolta liðið spilar því ég held að hann nýtist mínum styrkleikum mjög vel,“ sagði Matthías Vilhjálmsson. Hann ræddi málin við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Vík áður en hann samdi. „Já að sjálfsögðu því ég þurfti að heyra hugmyndir hans fyrir mig og hvernig liðið ætlar að spila. Mér leist bara mjög vel á það,“ sagði Matthías. Taldi sig þurfa eitthvað nýtt Víkingar hafa verið að spila vel síðustu ár og hefur nú unnið fjóra stóra titla á fjórum árum. „FH er stóveldi sama hvort það sé lægðir eða hæðir. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fé einhverja nýja áskorun. Ég er búinn að vera í FH í tíu ár samtals og ég taldi mig þurfa eitthvað nýtt. Ég held að það hafi verið holt fyrir mig ,“ sagði Matthías. Matthías var búinn að spila í FH í tvö tímabil eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í Noregi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokksfótbolta í tuttugu ár og var níu ár í Noregi. Þetta er alltaf jafn gaman. Síðasta sumar var mjög erfitt í FH og það gekk ekki sem skyldi. Mig langaði að fá gleðina aftur í fótboltanum og ég get fengið hana hér,“ sagði Matthías. Var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina Matthías spilaði með Arnari Gunnlaugssyni hjá FH sumarið 2006. „Það er helvíti langt síðan. Hann var alltaf algjörlega til fyrirmyndar og átti frábæran feril sem leikmaður. Hann var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina. Það fylgir honum bara og við sjáum það hvernig hann er í viðtölum. Hann er alltaf mjög hreinskilinn í öllu sem hann gerir,“ sagði Matthías. „Hann var mjög flottur og sýndi mér mikinn áhuga. Vildi bara fá mig nær boxinu og ég er eiginlega sammála því að styrkleikar mínir nýtist þar. Svo er það bara undir mér komið að standa mig. Það er líka bullandi samkeppni hér í Víkinni og það er líka eitthvað sem heillar,“ sagði Matthías. Sóknarbolti Víkinga heillar sóknarmanninn „Það eru mörg lið á Íslandi sem vilja ná árangri og þeir hafa sýnt það síðustu ár með því að hafa unnið bikarinn þrisvar í röð og svo Íslandsmeistaratitil fyrir tveimur árum. Þeir spila mjög góðan sóknarbolta og sem sóknarmaður þá heillar það,“ sagði Matthías. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Matthías hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Matthías Vilhjálmsson Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
Það vakti auðvitað mikla athygli þegar Matthías hætti hjá FH og samdi við Víkinga. Guðjón Guðmundsson vildi fá að vita af hverju hann samdi við Víking. „Fyrst og fremst út af þjálfaranum og hvernig fótbolta liðið spilar því ég held að hann nýtist mínum styrkleikum mjög vel,“ sagði Matthías Vilhjálmsson. Hann ræddi málin við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Vík áður en hann samdi. „Já að sjálfsögðu því ég þurfti að heyra hugmyndir hans fyrir mig og hvernig liðið ætlar að spila. Mér leist bara mjög vel á það,“ sagði Matthías. Taldi sig þurfa eitthvað nýtt Víkingar hafa verið að spila vel síðustu ár og hefur nú unnið fjóra stóra titla á fjórum árum. „FH er stóveldi sama hvort það sé lægðir eða hæðir. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fé einhverja nýja áskorun. Ég er búinn að vera í FH í tíu ár samtals og ég taldi mig þurfa eitthvað nýtt. Ég held að það hafi verið holt fyrir mig ,“ sagði Matthías. Matthías var búinn að spila í FH í tvö tímabil eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í Noregi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokksfótbolta í tuttugu ár og var níu ár í Noregi. Þetta er alltaf jafn gaman. Síðasta sumar var mjög erfitt í FH og það gekk ekki sem skyldi. Mig langaði að fá gleðina aftur í fótboltanum og ég get fengið hana hér,“ sagði Matthías. Var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina Matthías spilaði með Arnari Gunnlaugssyni hjá FH sumarið 2006. „Það er helvíti langt síðan. Hann var alltaf algjörlega til fyrirmyndar og átti frábæran feril sem leikmaður. Hann var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina. Það fylgir honum bara og við sjáum það hvernig hann er í viðtölum. Hann er alltaf mjög hreinskilinn í öllu sem hann gerir,“ sagði Matthías. „Hann var mjög flottur og sýndi mér mikinn áhuga. Vildi bara fá mig nær boxinu og ég er eiginlega sammála því að styrkleikar mínir nýtist þar. Svo er það bara undir mér komið að standa mig. Það er líka bullandi samkeppni hér í Víkinni og það er líka eitthvað sem heillar,“ sagði Matthías. Sóknarbolti Víkinga heillar sóknarmanninn „Það eru mörg lið á Íslandi sem vilja ná árangri og þeir hafa sýnt það síðustu ár með því að hafa unnið bikarinn þrisvar í röð og svo Íslandsmeistaratitil fyrir tveimur árum. Þeir spila mjög góðan sóknarbolta og sem sóknarmaður þá heillar það,“ sagði Matthías. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Matthías hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Matthías Vilhjálmsson
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira