Hoppar yfir Bestu deildina og út í atvinnumennsku eins og Eyjólfur Sverris Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 13:02 Kjartan Kári Halldórsson var markakóngur Lengjudeildarinnar í sumar. FK Haugesund Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson tekur nú risastökk á sínum ferli með því að gerast atvinnumaður hjá norska félaginu Haugesund. Kjartan Kári hefur spilað undanfarin tvö tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og er einn af fáum leikmönnum sem hefur hoppað yfir efstu deild á Íslandi á leið sinni út í atvinnumennsku. Kjartan Kári æfði hjá Haugesund í október og fékk fjögurra ára samning í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Hinn nítján ára gamli Kjartan Kári var markahæsti leikmaður Lenjudeildarinnar í sumar með 17 mörk í 19 leikjum en árið á undan skoraði hann 8 mörk í 19 leikjum í b-deildinni. Kjartan Kári spilaði sex leiki í efstu deild sumarið 2020 en skoraði ekki. Hann hefur gert 25 mörk í B-deildinni undanfarin tvö sumur. Besta dæmið um leikmann sem tók svona risastökk úr b-deildinni og í atvinnumennsku er líka Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur náði aldrei að spila í efstu deild á Íslandi, hvorki áður en hann fór né í lok ferils síns. Eyjólfur lék með Tindastól í b-deildinni sumarið 1989 og var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum. Hann var þarna 21 árs gamall. Hann skoraði líka fernu í 4-0 sigri 21 árs landsliðsins í byrjun september sem vakti enn meiri athygli á honum. Frétt um fyrsta mark Eyjólfs Sverrissonar fyrir Stuttgart.Timarit.is/Morgunblaðið Svo fór að hann tók stökkið frá Tindastól og yfir í þýska liðið VfB Stuttgart. Hann var þarna framherji en átti síðan eftir að færa sig aftar á völlinn. Eyjólfur skoraði eitt mark í þremur leikjum á 1989-90 tímabilinu og gerði alls 23 mörk í 121 deildarleik með þýska félaginu. Eyjólfur spilaði síðan í Tyrklandi í eitt tímabil áður en hann kláraði feril sinn með því að spila í átta tímabil með Hertha BSC Berlin. Alls spilaði Eyjólfur 339 deildarleiki sem atvinnumaður í efstu deild. Eyjólfur kom til Stuttgart eftir áramótin 1990 og vann sig inn í aðalliðið áður en tímabilinu lauk. Eyjólfur skoraði fyrsta markið sitt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum leik en markið gerði hann í 4-0 sigri á Nuremberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann átti einnig þátt í öðru marki sem var skorað eftir frákast af skoti hans. Norski boltinn Grótta Besta deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir „Sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Sjá meira
Kjartan Kári hefur spilað undanfarin tvö tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og er einn af fáum leikmönnum sem hefur hoppað yfir efstu deild á Íslandi á leið sinni út í atvinnumennsku. Kjartan Kári æfði hjá Haugesund í október og fékk fjögurra ára samning í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Hinn nítján ára gamli Kjartan Kári var markahæsti leikmaður Lenjudeildarinnar í sumar með 17 mörk í 19 leikjum en árið á undan skoraði hann 8 mörk í 19 leikjum í b-deildinni. Kjartan Kári spilaði sex leiki í efstu deild sumarið 2020 en skoraði ekki. Hann hefur gert 25 mörk í B-deildinni undanfarin tvö sumur. Besta dæmið um leikmann sem tók svona risastökk úr b-deildinni og í atvinnumennsku er líka Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur náði aldrei að spila í efstu deild á Íslandi, hvorki áður en hann fór né í lok ferils síns. Eyjólfur lék með Tindastól í b-deildinni sumarið 1989 og var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum. Hann var þarna 21 árs gamall. Hann skoraði líka fernu í 4-0 sigri 21 árs landsliðsins í byrjun september sem vakti enn meiri athygli á honum. Frétt um fyrsta mark Eyjólfs Sverrissonar fyrir Stuttgart.Timarit.is/Morgunblaðið Svo fór að hann tók stökkið frá Tindastól og yfir í þýska liðið VfB Stuttgart. Hann var þarna framherji en átti síðan eftir að færa sig aftar á völlinn. Eyjólfur skoraði eitt mark í þremur leikjum á 1989-90 tímabilinu og gerði alls 23 mörk í 121 deildarleik með þýska félaginu. Eyjólfur spilaði síðan í Tyrklandi í eitt tímabil áður en hann kláraði feril sinn með því að spila í átta tímabil með Hertha BSC Berlin. Alls spilaði Eyjólfur 339 deildarleiki sem atvinnumaður í efstu deild. Eyjólfur kom til Stuttgart eftir áramótin 1990 og vann sig inn í aðalliðið áður en tímabilinu lauk. Eyjólfur skoraði fyrsta markið sitt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum leik en markið gerði hann í 4-0 sigri á Nuremberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann átti einnig þátt í öðru marki sem var skorað eftir frákast af skoti hans.
Norski boltinn Grótta Besta deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir „Sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Sjá meira