Vala Eiríks fjölmiðlakona syngur lagið með Bjartmari en þau Gulli Helga, Heimir og Lilja Katrín syngja auðvitað líka með. Halldór Fjallabróðir sá um upptökur.
„Það er verið að drekkja jólunum í auglýsingum og mér finnst það ekkert slæmt, ég er bara algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði,“ sagði Bjartmar um lagið í viðtali á Bylgjunni fyrr í dag. Hann sagði að Guð væri kominn með kulnun í starfi.
„Vala er algjörlega hjartað í þessu,“ sagði hann um samstarfið.

Lagið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.