Kia Niro hreppir Gullna stýrið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. nóvember 2022 07:01 Kia Niro EV. Nýi Kia Niro rafbíllinn hlaut hið virta Gullna stýri, sem almennt er talið mikilvægasta viðurkenning sem bílum getur hlotnast í Þýskalandi. Kia Niro, sem hlaut mikið lof þegar hann var kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári, fékk Gullna stýrið 2022 í flokki lítilla SUV-bíla. Tengiltvinnbíllinn Kia Sportage hafnaði í öðru sæti. Volkswagen Taigo hafnaði í þriðja sæti. Dómnefnd Gullna stýrisins dásamaði einnig nýja Kia EV6 GT og veitti þessum kraftmikla rafknúna lúxusjeppa Kia annað sætið í flokki meðalstórra bíla og lúxusbíla, þar sem Nio ET7 hreppti fyrsta sætið og Mercedes-Benz EQE það þriðja. „Kia heldur áfram að auka úrval rafbíla sem sameina sparneytni, mikið akstursdrægi og stíl. Fjölbreytt úrval rafbíla frá okkar kemur vel í ljós í Gullna stýrinu í ár, þar sem við sýnum enn og aftur að við erum í sérflokki þegar kemur að rafvæðingu. Við erum mjög stolt af því að dómnefndin skuli hafa valið þrjár af nýjustu gerðum Kia til úrslita í keppninni í ár, enda sýnir það hversu staðráðin við erum í að leggja okkar af mörkum til sjálfbærra samgangna,“ sagði Jason Jeong, forstjóri Kia Europe „Gullna stýrið er mjög eftirsótt viðurkenning fyrir bestu bílana sem í boði eru í Þýskalandi. Kröfuharðir dómarar prufukeyra hvern bíl og það er okkur mikill heiður að Kia Niro-rafbíllinn skuli hafa orðið hlutskarpastur í ár, og að Sportage Plug-in Hybrid skuli hafa hafnað í öðru sæti. Þessi sigur kemur til með að efla vörumerkið Kia í Þýskalandi og stuðla að því að neytendum bjóðist verðlaunaðir rafbílar sem skera sig frá samkeppninni,“ bætti Thomas Djuren, framkvæmdastjóri Kia Germany. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rásinni Motormouth. Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá Öskju. Rafbílalína og góð sala Kia ætlar að halda áfram að auka framboð rafbíla og er markmiðið að 14 gerðir Kia-rafbíla verði komnar á markað árið 2027, þar á meðal ný lína lítilla og meðalstórra rafbíla frá og með 2025. Áætlun fyrirtækisins fyrir árið 2030 er að selja 4 milljónir bíla árlega, þar af 1,2 milljónir rafbíla. Nýlegar sölutölur frá samtökum evrópskra bílaframleiðenda (ACEA) sýna sívaxandi eftirspurn eftir bílum frá Kia. Markaðshlutdeild Kia í Evrópu á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 5,1%, samanborið við 4,2% á sama tíma í fyrra. Nýskráningar á Kia-bílum í Evrópusambandinu, á Evrópska efnahagssvæðinu og í Bretlandi voru 425.882 samtals frá janúar til loka september, sem er 9,8% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta var á sama tíma og 9,9% samdráttur varð á fólksbílamarkaði í Evrópusambandinu. Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent
Dómnefnd Gullna stýrisins dásamaði einnig nýja Kia EV6 GT og veitti þessum kraftmikla rafknúna lúxusjeppa Kia annað sætið í flokki meðalstórra bíla og lúxusbíla, þar sem Nio ET7 hreppti fyrsta sætið og Mercedes-Benz EQE það þriðja. „Kia heldur áfram að auka úrval rafbíla sem sameina sparneytni, mikið akstursdrægi og stíl. Fjölbreytt úrval rafbíla frá okkar kemur vel í ljós í Gullna stýrinu í ár, þar sem við sýnum enn og aftur að við erum í sérflokki þegar kemur að rafvæðingu. Við erum mjög stolt af því að dómnefndin skuli hafa valið þrjár af nýjustu gerðum Kia til úrslita í keppninni í ár, enda sýnir það hversu staðráðin við erum í að leggja okkar af mörkum til sjálfbærra samgangna,“ sagði Jason Jeong, forstjóri Kia Europe „Gullna stýrið er mjög eftirsótt viðurkenning fyrir bestu bílana sem í boði eru í Þýskalandi. Kröfuharðir dómarar prufukeyra hvern bíl og það er okkur mikill heiður að Kia Niro-rafbíllinn skuli hafa orðið hlutskarpastur í ár, og að Sportage Plug-in Hybrid skuli hafa hafnað í öðru sæti. Þessi sigur kemur til með að efla vörumerkið Kia í Þýskalandi og stuðla að því að neytendum bjóðist verðlaunaðir rafbílar sem skera sig frá samkeppninni,“ bætti Thomas Djuren, framkvæmdastjóri Kia Germany. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rásinni Motormouth. Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá Öskju. Rafbílalína og góð sala Kia ætlar að halda áfram að auka framboð rafbíla og er markmiðið að 14 gerðir Kia-rafbíla verði komnar á markað árið 2027, þar á meðal ný lína lítilla og meðalstórra rafbíla frá og með 2025. Áætlun fyrirtækisins fyrir árið 2030 er að selja 4 milljónir bíla árlega, þar af 1,2 milljónir rafbíla. Nýlegar sölutölur frá samtökum evrópskra bílaframleiðenda (ACEA) sýna sívaxandi eftirspurn eftir bílum frá Kia. Markaðshlutdeild Kia í Evrópu á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 5,1%, samanborið við 4,2% á sama tíma í fyrra. Nýskráningar á Kia-bílum í Evrópusambandinu, á Evrópska efnahagssvæðinu og í Bretlandi voru 425.882 samtals frá janúar til loka september, sem er 9,8% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta var á sama tíma og 9,9% samdráttur varð á fólksbílamarkaði í Evrópusambandinu.
Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent