Erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna gulra spjalda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 11:01 Erlendur Eiríksson sýnir hér Víkingnum Kyle McLagan gula spjaldið í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Gulu spjöldin og refsingar vegna þeirra voru til umræðu á Formanna- og framkvæmdastjórarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Birkir Sveinsson, yfirmaður móta- og dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hélt fyrirlestur um mótamál á fundinum um síðustu helgi og tók þá sérstaklega fyrir gagnrýni á leikbönn vegna gulra spjalda. Eftir að leikjum var fjölgað úr 22 í 27 á síðasta tímabili þá þótti mörgum ósanngjarnt að leikmenn væru áfram að fara í leikbann eftir fjórar áminningar. Fleiri leikir en sömu reglur með leikbönn Birkir reyndi að svara því hvort fjölgun leikja í Bestu deildunum kalli á breytingar hjá okkur á Íslandi og notaði samanburð við hin Norðurlöndin til að kanna það. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ þar sem skoða má glærur frá fyrirlestri Birkis. Leikmenn fara í fyrsta leikbann vegna spjalda eftir fjögur gul spjöld og skiptir þar engu máli þótt sé um fjórða leik eða 26. leik að ræða. Birkir sýndi hins vegar fram á það í fyrirlestri sínum að það sé í raun vægari reglur á Íslandi en í deildum í nágrannalöndunum. Hann lagi líka áherslu á að þessi leikbönn eru til að verja leikmenn fyrir meiðslum. Losna við spjöld í Svíþjóð Í Svíþjóð er þó möguleiki á að losna við gult spjald með því að leik tíu leiki í röð án þess að fá spjald. Svíarnir fara aftur á móti í fyrsta leikbann við þriðja gula spjald. Hér fyrir neðan má sjá samanburð Birkis á gulum spjöldum í deildum á Norðurlöndunum. KSÍ „Það er því erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna áminninga. Ég tel því ekki nauðsynlegt að gera breytingu á okkar reglum sem miði að því að fjölga áminningum sem þarf til að fara í leikbann. Nema auðvitað að markmiðið sé að draga úr verndinni sem leikmenn eiga að fá,“ skrifaði Birkir í niðurstöðum sínum. Brot í undanúrslitaleikjum bikarsins Birkir hefur líka áhyggjur af miklum fjölda gulra spjalda i undanúrslitaleikjum bikarsins. Áminningar í undanúrslitum karla árin 2021 og 2022 voru 6,75 á hvern leik en til samanburðar voru 4,70 gul spjöld á hvern leik í Bestu deild karla 2022. „Spurning hvort við verðum ekki að finna aðferð til að þessi spjöld telji án þess þó að taka úrslitaleikinn af viðkomandi,“ skrifaði Birkir. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Birkir Sveinsson, yfirmaður móta- og dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hélt fyrirlestur um mótamál á fundinum um síðustu helgi og tók þá sérstaklega fyrir gagnrýni á leikbönn vegna gulra spjalda. Eftir að leikjum var fjölgað úr 22 í 27 á síðasta tímabili þá þótti mörgum ósanngjarnt að leikmenn væru áfram að fara í leikbann eftir fjórar áminningar. Fleiri leikir en sömu reglur með leikbönn Birkir reyndi að svara því hvort fjölgun leikja í Bestu deildunum kalli á breytingar hjá okkur á Íslandi og notaði samanburð við hin Norðurlöndin til að kanna það. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ þar sem skoða má glærur frá fyrirlestri Birkis. Leikmenn fara í fyrsta leikbann vegna spjalda eftir fjögur gul spjöld og skiptir þar engu máli þótt sé um fjórða leik eða 26. leik að ræða. Birkir sýndi hins vegar fram á það í fyrirlestri sínum að það sé í raun vægari reglur á Íslandi en í deildum í nágrannalöndunum. Hann lagi líka áherslu á að þessi leikbönn eru til að verja leikmenn fyrir meiðslum. Losna við spjöld í Svíþjóð Í Svíþjóð er þó möguleiki á að losna við gult spjald með því að leik tíu leiki í röð án þess að fá spjald. Svíarnir fara aftur á móti í fyrsta leikbann við þriðja gula spjald. Hér fyrir neðan má sjá samanburð Birkis á gulum spjöldum í deildum á Norðurlöndunum. KSÍ „Það er því erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna áminninga. Ég tel því ekki nauðsynlegt að gera breytingu á okkar reglum sem miði að því að fjölga áminningum sem þarf til að fara í leikbann. Nema auðvitað að markmiðið sé að draga úr verndinni sem leikmenn eiga að fá,“ skrifaði Birkir í niðurstöðum sínum. Brot í undanúrslitaleikjum bikarsins Birkir hefur líka áhyggjur af miklum fjölda gulra spjalda i undanúrslitaleikjum bikarsins. Áminningar í undanúrslitum karla árin 2021 og 2022 voru 6,75 á hvern leik en til samanburðar voru 4,70 gul spjöld á hvern leik í Bestu deild karla 2022. „Spurning hvort við verðum ekki að finna aðferð til að þessi spjöld telji án þess þó að taka úrslitaleikinn af viðkomandi,“ skrifaði Birkir.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira