Snorri Helga, Systur og Fóstbræður á Degi íslenskrar tónlistar Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2022 12:00 Systur, Auður Jónsdóttir, Snorri Helgason og Karlakórinn Fóstbræður koma fram. vísir Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag. Íslensk tónlist sem og tónlistarfólk í forgrunni og íslenskir tónar fá þá vonandi að heyrast sem víðast. Í tilefni dagsins verður athöfn í Hörpu þar sem veittar verða viðurkenningar, einstaklingum og hópum, fyrir góð störf í þágu íslensks tónlistarlífs og að auki kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og flytur lög dagsins. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og stendur til 13:45 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fóstbræður, Snorri Helga og Systur stíga á stokk Karlakórinn Fóstbræður sem hefur undanfarna daga heillað tónlistarunnendur í Salzburg mun heimsækja samkomuna og flytja Hver á sér fegra föðurland sem hæfir auðvitað þessum degi sem jafnframt er fullveldisdagurinn. Ljóðið er eftir ljóðskáldið Huldu og lagið eftir Emil Thoroddsen. Því næst mun söngvaskáldið Snorri Helgason stíga á stokk og leika sína útgáfu af lagi úr hinu rómaða ævintýri um Pílu pínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Saknaðarljóð Gínu mömmu er eftir Heiðdísi Norðfjörð og flestir þekkja í flutningi Ragnhildar Gísladóttur en nú mun Snorri spreyta sig á kvæðinu. Loks verður önnur ábreiða flutt þegar eitt vinsælasta lag síðasta árs Ef ástin er hrein eftir Jón Jónsson og Einar Lövdahl, sem þau Jón og GDRN fluttu eftirminnilega, fær nýjan búning frá Júróvisjón-stjörnum ársins, þeim Siggu, Elínu og Betu - Systrum. Auður Jónsdóttir flytur tölu Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun halda stutta tölu við athöfnina og flytja íslensku tónlistarfólki eins konar aðdáendabréf. Viðurkenningarnar sem veittar verða munu rata til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð og stuðningi við íslenska tónlist síðustu misseri. Þar á meðal eru það heiðursverðlaunin Lítill fugl sem Arnar Eggert Thoroddsen hlaut í fyrra en meðal handhafa síðustu ára eru Gerður G. Bjarklind, Jón Ólafsson, Árni Matthíasson og Þorgeir Ástvaldsson. Einnig verða veitt hvatningar-, útflutnings og nýsköpunarverðlaun auk Gluggans sem fellur þeim í skaut sem sýnt hefur íslenskri tónlist atfylgi með áberandi hætti. Lögin þrjú sem talin voru hér að ofan og flutt verða við athöfnina tóku tónmenntakennarar landsins þátt í að velja og hafa æft með nemendum sínum um allt land síðustu vikur. Fjöldi barna mun því syngja með. Deginum verður annars fagnað á margvíslegan máta, útvarpsstöðvar setja íslenska tónlist í forgrunn og spila hana jafnvel einvörðungu. Landsmenn sem notast mögulega við aðrar veitur en útvarp eru hvattir til þess að setja íslenska tóna á fóninn. Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Íslensk tunga Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Í tilefni dagsins verður athöfn í Hörpu þar sem veittar verða viðurkenningar, einstaklingum og hópum, fyrir góð störf í þágu íslensks tónlistarlífs og að auki kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og flytur lög dagsins. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og stendur til 13:45 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fóstbræður, Snorri Helga og Systur stíga á stokk Karlakórinn Fóstbræður sem hefur undanfarna daga heillað tónlistarunnendur í Salzburg mun heimsækja samkomuna og flytja Hver á sér fegra föðurland sem hæfir auðvitað þessum degi sem jafnframt er fullveldisdagurinn. Ljóðið er eftir ljóðskáldið Huldu og lagið eftir Emil Thoroddsen. Því næst mun söngvaskáldið Snorri Helgason stíga á stokk og leika sína útgáfu af lagi úr hinu rómaða ævintýri um Pílu pínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Saknaðarljóð Gínu mömmu er eftir Heiðdísi Norðfjörð og flestir þekkja í flutningi Ragnhildar Gísladóttur en nú mun Snorri spreyta sig á kvæðinu. Loks verður önnur ábreiða flutt þegar eitt vinsælasta lag síðasta árs Ef ástin er hrein eftir Jón Jónsson og Einar Lövdahl, sem þau Jón og GDRN fluttu eftirminnilega, fær nýjan búning frá Júróvisjón-stjörnum ársins, þeim Siggu, Elínu og Betu - Systrum. Auður Jónsdóttir flytur tölu Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun halda stutta tölu við athöfnina og flytja íslensku tónlistarfólki eins konar aðdáendabréf. Viðurkenningarnar sem veittar verða munu rata til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð og stuðningi við íslenska tónlist síðustu misseri. Þar á meðal eru það heiðursverðlaunin Lítill fugl sem Arnar Eggert Thoroddsen hlaut í fyrra en meðal handhafa síðustu ára eru Gerður G. Bjarklind, Jón Ólafsson, Árni Matthíasson og Þorgeir Ástvaldsson. Einnig verða veitt hvatningar-, útflutnings og nýsköpunarverðlaun auk Gluggans sem fellur þeim í skaut sem sýnt hefur íslenskri tónlist atfylgi með áberandi hætti. Lögin þrjú sem talin voru hér að ofan og flutt verða við athöfnina tóku tónmenntakennarar landsins þátt í að velja og hafa æft með nemendum sínum um allt land síðustu vikur. Fjöldi barna mun því syngja með. Deginum verður annars fagnað á margvíslegan máta, útvarpsstöðvar setja íslenska tónlist í forgrunn og spila hana jafnvel einvörðungu. Landsmenn sem notast mögulega við aðrar veitur en útvarp eru hvattir til þess að setja íslenska tóna á fóninn.
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Íslensk tunga Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira