Rannsókn á skipulagningu hryðjuverka lokið og boltinn hjá saksóknara Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 16:32 Frá upplýsingafundi lögreglu í september. Vísir/Vilhelm Rannsókn í máli tveggja manna sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka er nú lokið og eru gögnin komin til saksóknara sem ákveður næstu skref og hvort ákæra verði gefin út. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og verða þar áfram í hið minnsta fram á næstu viku. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu en rannsóknin beindist að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk og hins vegar brotum á vopnalögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæra verði gefin út og þá hvenær en að sögn Ólafs ætti ekki að líða langur tími þar til saksóknari tekur ákvörðun. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í síðustu viku en þeir höfðu þá þegar verið í varðhaldi í níu vikur. Lögmaður annars mannsins kærði úrskurðinn í síðustu viku til Landsréttar sem síðan staðfesti úrskurðinn, að sögn Ólafs. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald að svo stöddu. Fleiri hafa stöðu sakbornings á mögulegum vopnalagabrotum en saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara sagði þá innan við tíu talsins þegar fréttastofa ræddi við hann í síðustu viku. Upp komst um málið um miðjan september eftir upplýsingar um rannsókn sem hafði staðið yfir í nokkrar vikur, og sneri að framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum, leiddi til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. Fjórir voru handteknir í sambandi við málið í september í umfangsmiklum aðgerðum víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá lagði lögregla hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Á upplýsingafundi lögreglu eftir að upp komst um málið var vísað til þess að rætt hafi verið um Alþingi og árshátíð lögreglumanna sem möguleg skotmörk. Um miðjan október kom síðan fram í fjölmiðlum að mennirnir hefðu rætt sín á milli að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og sósíalistana Gunnar Smára Egilsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi þingmenn Pírata einnig komið til tals. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu en rannsóknin beindist að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk og hins vegar brotum á vopnalögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæra verði gefin út og þá hvenær en að sögn Ólafs ætti ekki að líða langur tími þar til saksóknari tekur ákvörðun. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í síðustu viku en þeir höfðu þá þegar verið í varðhaldi í níu vikur. Lögmaður annars mannsins kærði úrskurðinn í síðustu viku til Landsréttar sem síðan staðfesti úrskurðinn, að sögn Ólafs. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald að svo stöddu. Fleiri hafa stöðu sakbornings á mögulegum vopnalagabrotum en saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara sagði þá innan við tíu talsins þegar fréttastofa ræddi við hann í síðustu viku. Upp komst um málið um miðjan september eftir upplýsingar um rannsókn sem hafði staðið yfir í nokkrar vikur, og sneri að framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum, leiddi til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. Fjórir voru handteknir í sambandi við málið í september í umfangsmiklum aðgerðum víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá lagði lögregla hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Á upplýsingafundi lögreglu eftir að upp komst um málið var vísað til þess að rætt hafi verið um Alþingi og árshátíð lögreglumanna sem möguleg skotmörk. Um miðjan október kom síðan fram í fjölmiðlum að mennirnir hefðu rætt sín á milli að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og sósíalistana Gunnar Smára Egilsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi þingmenn Pírata einnig komið til tals.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55
„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05
Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15