„Við notum alvöru hráefni við gerð íssins sem gerir bragðið ósvikið, ferskt og engu líkt. Enda hefur ísinn slegið í gegn hjá landsmönnum,“ segir matreiðslumeistarinn og ísgerðarmaðurinn Einar Þór Ingólfsson hjá Skúbb.
Skúbb hefur alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á gott vegan úrval og hefur þróað fjölmargar tegundir af vegan ís.

Skúbb ísterturnar fást í nokkrum bragðtegundum, hjúpaðar gómsætu súkkulaði ásamt því að vera fallega skreyttar og henta fyrir hvaða tilefni sem er. Tilvalið er að gæða sér á ístertu frá Skúbb á aðventunni, í jólaboðinu eða njóta með fjölskyldu og vinum. Fullkomin á veisluborðið sem gleður augað og bragðlaukana.
Besti ísinn fimm ár í röð
Skúbb ísgerð var stofnuð árið 2017 og er sannkölluð verðlaunaísgerð enda valinn besti ísinn 5 ár í röð af The Reykjavík Grapevine.
„Hugmyndin á bakvið Skúbb er að gera handgerðan ís með besta hráefninu sem völ er á hverju sinni. Ísinn er gerður úr lífrænni mjólk frá Bio bú, lífrænum hrásykri, lífrænum bindiefnum og án allra þráa- eða rotvarnarefna sem skilar sér í bragðinu til viðskiptavina,“ útskýrir Einar Þór.
Skúbb ístertur fást í verslun Skúbb á Laugarásvegi 1 og í vefverslun Skúbb á skubb.is. Einnig er hægt að kaupa ísinn frá Skúbb meðal annars í verslunum Hagkaupa og Nettó.