Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við nýju gosi í Fagradalsfjalli áður en langt um líður. „Við hefðum ekki getað verið heppnari,“ segir Þorvaldur með staðsetningu eldgossins en slíkt verði ekki næst þar sem búið er að fylla alla dali. Hraunið mun þá flæða beint af fjallinu.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.