„Þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2022 09:01 Valsarinn Ásdís Þóra Ágústsdóttir spilar með Selfyssingum í vetur. Hún mætir uppeldisliði sínu, systur sinni og föður síðar í dag. Selfoss „Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru. Svava Kristín Grétarsdóttir fór og hitti systurnar Ásdísi Þóru og Lilju Ágústsdóttur ásamt Sigríði Unni Jónsdóttur, móður þeirra, niðri á Hlíðarenda fyrir leikinn í dag. „Þetta verður erfiður leikur fyrir Ásdísi,“ sagði Lilja full sjálfstrausts þó hún viðurkenndi að leikurinn gæti orðið örlítið erfiður fyrir Valsliðið. Kemur allt frá móðurinni „Ég reyni að peppa þær eins og ég get, vera eins hlutlaus og ég get. Það geta verið ansi líflegar umræður oft heima fyrir, ég neita því ekki,“ sagði Sigríður Unnur um leikinn sem hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég ætla að klappa fyrir öllum, vera bara á miðjunni og vera jákvæð og hress. Hugga svo þann sem þarf að hugga, það er bara þannig,“ bætti Sigríður Unnur við. Lilja hefur leikið mjög vel með Val sem trónir á toppi Olís deildar kvenna með fullt hús stiga. Hún þakkar samherjum sínum fyrir að senda boltann niður í horn. „Loksins er verið að senda eitthvað á mann í horninu, sem maður er búinn að væla yfir lengi. Núna er ég loksins að sýna honum þetta,“ sagði Lilja áður en móðirin fékk orðið. „Þetta er allt frá mömmunni, fólk veit það ekki en við erum alltaf hérna á leyniæfingum. Þetta er loksins að skila sér núna.“ Ásdís Þóra stefnir á að sökkva Vals-skútunni „Ég tel mig vera með uppskriftina að því. Við þurfum allar að eiga mjög góðan leik. Markvarslan, vörnin, það þarf allt að smella. Svo þarf Valur líka að eiga smá slappan leik.“ „Ég æfi með þeim kannski einu sinni í viku, þetta eru allt saman mjög góðar vinkonur mínar. Þetta verður allt mjög skrítið. Er mjög spennt, vonandi náum við upp góðum leik og veitum þeim smá keppni.“ „Neeeei. Nei það er mjög gaman, hún er loks að uppskera eins og hún er að sá síðastliðin ár,“ sagði Ásdís Þóra og hló aðspurð hvort það væri ekki gaman að sjá hversu vel systur hennar er að ganga um þessar mundir. Systur munu berjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13.20 í dag, laugardag. Klippa: Systur munu berjast: Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdóttir Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir fór og hitti systurnar Ásdísi Þóru og Lilju Ágústsdóttur ásamt Sigríði Unni Jónsdóttur, móður þeirra, niðri á Hlíðarenda fyrir leikinn í dag. „Þetta verður erfiður leikur fyrir Ásdísi,“ sagði Lilja full sjálfstrausts þó hún viðurkenndi að leikurinn gæti orðið örlítið erfiður fyrir Valsliðið. Kemur allt frá móðurinni „Ég reyni að peppa þær eins og ég get, vera eins hlutlaus og ég get. Það geta verið ansi líflegar umræður oft heima fyrir, ég neita því ekki,“ sagði Sigríður Unnur um leikinn sem hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég ætla að klappa fyrir öllum, vera bara á miðjunni og vera jákvæð og hress. Hugga svo þann sem þarf að hugga, það er bara þannig,“ bætti Sigríður Unnur við. Lilja hefur leikið mjög vel með Val sem trónir á toppi Olís deildar kvenna með fullt hús stiga. Hún þakkar samherjum sínum fyrir að senda boltann niður í horn. „Loksins er verið að senda eitthvað á mann í horninu, sem maður er búinn að væla yfir lengi. Núna er ég loksins að sýna honum þetta,“ sagði Lilja áður en móðirin fékk orðið. „Þetta er allt frá mömmunni, fólk veit það ekki en við erum alltaf hérna á leyniæfingum. Þetta er loksins að skila sér núna.“ Ásdís Þóra stefnir á að sökkva Vals-skútunni „Ég tel mig vera með uppskriftina að því. Við þurfum allar að eiga mjög góðan leik. Markvarslan, vörnin, það þarf allt að smella. Svo þarf Valur líka að eiga smá slappan leik.“ „Ég æfi með þeim kannski einu sinni í viku, þetta eru allt saman mjög góðar vinkonur mínar. Þetta verður allt mjög skrítið. Er mjög spennt, vonandi náum við upp góðum leik og veitum þeim smá keppni.“ „Neeeei. Nei það er mjög gaman, hún er loks að uppskera eins og hún er að sá síðastliðin ár,“ sagði Ásdís Þóra og hló aðspurð hvort það væri ekki gaman að sjá hversu vel systur hennar er að ganga um þessar mundir. Systur munu berjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13.20 í dag, laugardag. Klippa: Systur munu berjast: Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdóttir
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira