Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 3. desember 2022 16:01 Ágúst á hliðarlínunni í leiknum. Vísir/Hulda Margrét „Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23. „Við vorum með góða markvörslu allan tímann. Um leið og við þéttum varnarleikinn í seinni hálfleik þá náðum við að rúlla yfir þær.“ „Selfoss er að mínu mati með gott lið, þær eru með mjög góða útilínu. Það munar um meidda leikmenn hjá þeim, þær eru ekki með jafnstóran hóp og við. Við náðum ágætis tökum á þessu. Við náðum að spila á fleiri leikmönnum og ég held að það hafi vegið mjög þungt,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Það voru ellefu leikmenn sem komust á blað hjá Val í dag. Það gladdi þjálfarann. „Það er mjög jákvætt. Við erum með stóran hóp eins og síðustu ár. Það er líka af því að við erum að fá leikmenn í gegnum starfið hjá okkur. Við höfum alltaf verið dugleg að reyna að gefa mínútur hér og þar. Þetta er jákvætt.“ „Ég er fyrst og fremst feginn að þessi leikur sé búinn, ég er ánægður með það. Þetta er búið að vera erfið vika heima fyrir.” Þetta sagði Ágúst vegna þess að í hinu liðinu, í liði Selfoss, er dóttir hans Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún er hjá Selfoss á láni frá Val eftir að hafa meiðst alvarlega á síðustu ár. Hún er að koma sér aftur í gang eftir meiðslin. „Ég er ánægður að þessi leikur sé búinn og að við unnum. Núna eru allir vinir í fjölskyldunni. Ég skal viðurkenna að þetta var mjög spes, og er búið að vera mjög spes í vikunni fyrir leik. Ég er búinn að vera í hálfgerðum feluleik með hlutina því ég ræði mikið handbolta heima, sérstaklega við Ásdísi sem pælir mikið í leiknum. Ég lét lítið fyrir mér fara heima, en ég er feginn að við unnum og nú fer ég og kveiki aftur á mér heima.“ Er möguleiki á því að Valur muni kalla Ásdísi til baka úr láninu? „Það gæti vel verið. Við skoðum það rólegheitum. Hún er í góðum málum á Selfossi og hefur verið að bæta sig mikið þar. Mér finnst gaman að sjá hana þar, en auðvitað er hún Valsari og við viljum hafa hana hjá okkur. Við tökum stöðuna út frá leikmannahópnum og út frá því hvað er best fyrir hana sjálfa.“ Níu sigrar í níu leikjum. Hversu lengi mun þessi sigurganga lifa? „Það verður að koma í ljós. Við reynum að einbeita á einn leik í einu. Það er gamla klisjan. Það er Fram næst og það er gífurlega vel mannað lið. Við þurfum að undirbúa okkur vel,“ sagði Ágúst. Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
„Við vorum með góða markvörslu allan tímann. Um leið og við þéttum varnarleikinn í seinni hálfleik þá náðum við að rúlla yfir þær.“ „Selfoss er að mínu mati með gott lið, þær eru með mjög góða útilínu. Það munar um meidda leikmenn hjá þeim, þær eru ekki með jafnstóran hóp og við. Við náðum ágætis tökum á þessu. Við náðum að spila á fleiri leikmönnum og ég held að það hafi vegið mjög þungt,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Það voru ellefu leikmenn sem komust á blað hjá Val í dag. Það gladdi þjálfarann. „Það er mjög jákvætt. Við erum með stóran hóp eins og síðustu ár. Það er líka af því að við erum að fá leikmenn í gegnum starfið hjá okkur. Við höfum alltaf verið dugleg að reyna að gefa mínútur hér og þar. Þetta er jákvætt.“ „Ég er fyrst og fremst feginn að þessi leikur sé búinn, ég er ánægður með það. Þetta er búið að vera erfið vika heima fyrir.” Þetta sagði Ágúst vegna þess að í hinu liðinu, í liði Selfoss, er dóttir hans Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún er hjá Selfoss á láni frá Val eftir að hafa meiðst alvarlega á síðustu ár. Hún er að koma sér aftur í gang eftir meiðslin. „Ég er ánægður að þessi leikur sé búinn og að við unnum. Núna eru allir vinir í fjölskyldunni. Ég skal viðurkenna að þetta var mjög spes, og er búið að vera mjög spes í vikunni fyrir leik. Ég er búinn að vera í hálfgerðum feluleik með hlutina því ég ræði mikið handbolta heima, sérstaklega við Ásdísi sem pælir mikið í leiknum. Ég lét lítið fyrir mér fara heima, en ég er feginn að við unnum og nú fer ég og kveiki aftur á mér heima.“ Er möguleiki á því að Valur muni kalla Ásdísi til baka úr láninu? „Það gæti vel verið. Við skoðum það rólegheitum. Hún er í góðum málum á Selfossi og hefur verið að bæta sig mikið þar. Mér finnst gaman að sjá hana þar, en auðvitað er hún Valsari og við viljum hafa hana hjá okkur. Við tökum stöðuna út frá leikmannahópnum og út frá því hvað er best fyrir hana sjálfa.“ Níu sigrar í níu leikjum. Hversu lengi mun þessi sigurganga lifa? „Það verður að koma í ljós. Við reynum að einbeita á einn leik í einu. Það er gamla klisjan. Það er Fram næst og það er gífurlega vel mannað lið. Við þurfum að undirbúa okkur vel,“ sagði Ágúst.
Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06