Hér má sjá og heyra Selmu Björnsdóttir ásamt Jóni Jósep Snæbjörnssyni og hljómsveitinni Í svörtum fötum taka hið ódauðlega lag Þú komst með jólin til mín, í Bjánalega stóra jólaþætti Loga sem sýndur var á Stöð 2 í desember árið 2016.
Útkoman er fantagóð. Meira að segja hundurinn sem sést væflast þarna um á myndbandinu er greinilega kominn í hið mesta hátíðarskap.
Gleðileg jól kæru lesendur og takk fyrir samfylgdina í Jóladagatali Vísis.