Segir að Erlingur vilji ekki taka þátt í þessum skrípaleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2022 11:00 Erlingur Richardsson og Eyjastrákarnir hans eru í 4. sæti Olís-deildar karla. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar og þáttastjórnandi Handkastsins, furðar sig á því að Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, mæti ekki í viðtöl eftir leiki. Hann segir að þar sé hann að tala við stuðningsfólk ÍBV. Erlingur sá sér ekki fært að mæta í viðtöl eftir tap ÍBV fyrir Val, 33-38, í Olís-deildinni á laugardaginn, eitthvað sem Arnar Daði var ekki sáttur við. Sú ákvörðun Erlings að skrópa í viðtöl var til umræðu í Handkastinu í gær. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann sé að senda skilaboð til væntanlega Seinni bylgjunnar,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson handboltaþjálfari sem var gestur Arnars Daða ásamt Ingvari Erni Ákasyni, lýsara á Stöð 2 Sport. „Frá mínu sjónarhorni virkar það eins og hann sé að senda skilaboð, að hann sé virkilega ósáttur með þetta.“ Arnar Daði segir að í viðtölum séu þjálfarar að tala við stuðningsfólk liðsins sem þeir eru að þjálfa. „Ef ég væri fimmtugur stuðningsmaður ÍBV myndi ég vilja að þjálfari liðsins sem ég er mögulega að styrkja um 10.000-20.000 krónur á mánuði svari fyrir það af hverju liðið tapar með tíu marka mun fyrir Haukum, tapi nokkuð sannfærandi fyrir B-liði Vals á heimavelli, svari fyrir það af hverju Björn Viðar (Björnsson) er hættur,“ sagði Arnar Daði. Hann segir að þegar falast var eftir viðtali við Erling hafi hann sagt að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur. „Svo hlustendur átti sig á því átta ég mig alveg á því að Erlingur hefur sent aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl. En eftir þennan leik vildi Seinni bylgjan og Stöð 2 fá Erling í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Svava Kristín (Grétarsdóttir) var í Eyjum og bað Erling um að koma í viðtalið og þá sagði þessa setningu sem ég setti á Twitter í gær, að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur og vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Um það snýst þetta. Við þurfum ekki alltaf að heyra sömu raddirnar aftur og aftur en þegar við erum að reyna að fjalla um eitthvað ákveðið málefni og viljum fá ákveðin svör verður það að koma frá manninum sem ber ábyrgð á hlutunum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Erlingur sá sér ekki fært að mæta í viðtöl eftir tap ÍBV fyrir Val, 33-38, í Olís-deildinni á laugardaginn, eitthvað sem Arnar Daði var ekki sáttur við. Sú ákvörðun Erlings að skrópa í viðtöl var til umræðu í Handkastinu í gær. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann sé að senda skilaboð til væntanlega Seinni bylgjunnar,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson handboltaþjálfari sem var gestur Arnars Daða ásamt Ingvari Erni Ákasyni, lýsara á Stöð 2 Sport. „Frá mínu sjónarhorni virkar það eins og hann sé að senda skilaboð, að hann sé virkilega ósáttur með þetta.“ Arnar Daði segir að í viðtölum séu þjálfarar að tala við stuðningsfólk liðsins sem þeir eru að þjálfa. „Ef ég væri fimmtugur stuðningsmaður ÍBV myndi ég vilja að þjálfari liðsins sem ég er mögulega að styrkja um 10.000-20.000 krónur á mánuði svari fyrir það af hverju liðið tapar með tíu marka mun fyrir Haukum, tapi nokkuð sannfærandi fyrir B-liði Vals á heimavelli, svari fyrir það af hverju Björn Viðar (Björnsson) er hættur,“ sagði Arnar Daði. Hann segir að þegar falast var eftir viðtali við Erling hafi hann sagt að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur. „Svo hlustendur átti sig á því átta ég mig alveg á því að Erlingur hefur sent aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl. En eftir þennan leik vildi Seinni bylgjan og Stöð 2 fá Erling í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Svava Kristín (Grétarsdóttir) var í Eyjum og bað Erling um að koma í viðtalið og þá sagði þessa setningu sem ég setti á Twitter í gær, að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur og vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Um það snýst þetta. Við þurfum ekki alltaf að heyra sömu raddirnar aftur og aftur en þegar við erum að reyna að fjalla um eitthvað ákveðið málefni og viljum fá ákveðin svör verður það að koma frá manninum sem ber ábyrgð á hlutunum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24