Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2022 10:41 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, furðar sig á skoðun kollega síns á Vestfjörðum. Vísir/Egill Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Nýtt dæluskip átti að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Þetta valdi Ísfirðingum áhyggjum enda verði að ljúka hafnargerðinni vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. Arna Lára segist ósátt við þessa forgangsröðun hjá Vegagerðinni sem hefur um árabil sinnt dýpkun við Landeyjarhöfn. „Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að þetta útspil kollega hennar í Ísafjarðarbæ komi á óvart. „Við landsbyggðarfólk höfum staðið saman hingað til fyrir bættum samgöngum um allt land!“ Óhætt er að segja að Landeyjarhöfn hafi gjörbreytt samgöngumálum fyrir Vestmannaeyinga. Siglingin tekur rúman hálftíma en siglingin í Þorlákshöfn gat tekið tvo og hálfan tíma, jafnvel lengur þegar vont var í sjóinn. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta haft eftir kollega mínum. Hún er að leggja til að við Vestmannaeyingar ættum að fara á annan tug ára aftur í tímann í samgöngum, með lokaða Landeyjahöfn og sigla til Þorlákshafnar. Sem sagt að fimmfalda siglingatímann og fara úr sjö ferðum niður í tvær til að hægt sé að dýpka fyrir skemmtiferðaskip sem koma eiga til Ísafjarðar næsta vor!“ Bæjarstjórinn virðist treysta á mat Vegagerðarinnar þegar komi að verkefnalista stofnunarinnar. „Ég er þó ánægð með að Vegagerðin hefur forgangsröðina á hreinu!“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Hafnarmál Landeyjahöfn Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Nýtt dæluskip átti að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Þetta valdi Ísfirðingum áhyggjum enda verði að ljúka hafnargerðinni vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. Arna Lára segist ósátt við þessa forgangsröðun hjá Vegagerðinni sem hefur um árabil sinnt dýpkun við Landeyjarhöfn. „Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að þetta útspil kollega hennar í Ísafjarðarbæ komi á óvart. „Við landsbyggðarfólk höfum staðið saman hingað til fyrir bættum samgöngum um allt land!“ Óhætt er að segja að Landeyjarhöfn hafi gjörbreytt samgöngumálum fyrir Vestmannaeyinga. Siglingin tekur rúman hálftíma en siglingin í Þorlákshöfn gat tekið tvo og hálfan tíma, jafnvel lengur þegar vont var í sjóinn. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta haft eftir kollega mínum. Hún er að leggja til að við Vestmannaeyingar ættum að fara á annan tug ára aftur í tímann í samgöngum, með lokaða Landeyjahöfn og sigla til Þorlákshafnar. Sem sagt að fimmfalda siglingatímann og fara úr sjö ferðum niður í tvær til að hægt sé að dýpka fyrir skemmtiferðaskip sem koma eiga til Ísafjarðar næsta vor!“ Bæjarstjórinn virðist treysta á mat Vegagerðarinnar þegar komi að verkefnalista stofnunarinnar. „Ég er þó ánægð með að Vegagerðin hefur forgangsröðina á hreinu!“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Hafnarmál Landeyjahöfn Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21