Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2022 13:02 Oddný G. Harðardóttir varformaður velferðarnefndar Alþingis segir stöðu Sjúkratrygginga Íslands grafalvarlega og dæmi um vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Egill Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag. Oddný Harðardóttir varaformaður velferðarnefndar segir uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga mikið áhyggjuefni. Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál og birtingarmynd stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum,“ segir hún María Heimisdóttir forstjóri stofnunarinnar hefur ekki viljað koma í viðtal vegna málsins en í bréfi hennar til samstarfsmanna í vikunni kom fram að hún gæti ekki borðið ábyrgð á verkefnum stofnunarinnar því hún sé vanfjármögnuð. Hún sendi bréf fyrir hönd Sjúkratrygginga til fjárlaganefndar Alþingis í haust. Þar benti hún m.a. á að miklar hagræðingaraðgerðir hafi farið þar fram síðustu ár. Á sama tíma hafi verkefni Sjúkratrygginga stóraukist en rekstrarfé á föstu verðlagi dregist saman um tugi milljóna króna. Úr skýrslu Sjúkratrygginga Íslands þar sem kemur fram hvernig fjárframlög til reksturs stofnunarinnar hafa hlutfallslega dregist saman undanfarin ár.Vísir Ríkisendurskoðun gerði einnig miklar athugasemdir við starfsemi stofnunarinnar 2018 og síðan þá hafi verið unnið að því að laga annmarka. Í nýrri skýrslu Ríkiendurskoðunar sem fréttastofa hefur undir höndum kemur svo fram að búið sé að bæta úr þeim að mestu. Heilbrigðisráðherra svaraði því til í fréttum okkar um málið að frá 2017 hafi stofnunin fengið aukin rekstrarframlög um fjögur hundruð milljónir króna. Þá sagðist fjármálaráðherra í fréttum RÚV í gær vera ósammála því að stofnunin sé fjársvelt. Hundrað milljónum hafi verið bætt í reksturinn fyrir næsta ár. Ráðherrann bætti við að uppsögnin væri merki um átök innanhúss og vísaði á heilbrigðisráðherrann í þeim efnum. Oddný segir hins vegar að staðan sé birtingamynd fjársvelts heilbrigðiskerfis. „Það eru ekki nægir fjármunir til að reka stofnunina. Undir eru fullt af samningum við sérfræðilækna og ef það kemur ekki meira fjármagn þá muni það valda miklu tjóni fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Við stöndum svolítið frammi fyrir því að heilbrigðiskerfið okkar og sjúkratryggingakerfið sem á að byggjast á samhjálp og samtryggingu stendur ekki undir nafni,“ segir Oddný að lokum. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Oddný Harðardóttir varaformaður velferðarnefndar segir uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga mikið áhyggjuefni. Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál og birtingarmynd stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum,“ segir hún María Heimisdóttir forstjóri stofnunarinnar hefur ekki viljað koma í viðtal vegna málsins en í bréfi hennar til samstarfsmanna í vikunni kom fram að hún gæti ekki borðið ábyrgð á verkefnum stofnunarinnar því hún sé vanfjármögnuð. Hún sendi bréf fyrir hönd Sjúkratrygginga til fjárlaganefndar Alþingis í haust. Þar benti hún m.a. á að miklar hagræðingaraðgerðir hafi farið þar fram síðustu ár. Á sama tíma hafi verkefni Sjúkratrygginga stóraukist en rekstrarfé á föstu verðlagi dregist saman um tugi milljóna króna. Úr skýrslu Sjúkratrygginga Íslands þar sem kemur fram hvernig fjárframlög til reksturs stofnunarinnar hafa hlutfallslega dregist saman undanfarin ár.Vísir Ríkisendurskoðun gerði einnig miklar athugasemdir við starfsemi stofnunarinnar 2018 og síðan þá hafi verið unnið að því að laga annmarka. Í nýrri skýrslu Ríkiendurskoðunar sem fréttastofa hefur undir höndum kemur svo fram að búið sé að bæta úr þeim að mestu. Heilbrigðisráðherra svaraði því til í fréttum okkar um málið að frá 2017 hafi stofnunin fengið aukin rekstrarframlög um fjögur hundruð milljónir króna. Þá sagðist fjármálaráðherra í fréttum RÚV í gær vera ósammála því að stofnunin sé fjársvelt. Hundrað milljónum hafi verið bætt í reksturinn fyrir næsta ár. Ráðherrann bætti við að uppsögnin væri merki um átök innanhúss og vísaði á heilbrigðisráðherrann í þeim efnum. Oddný segir hins vegar að staðan sé birtingamynd fjársvelts heilbrigðiskerfis. „Það eru ekki nægir fjármunir til að reka stofnunina. Undir eru fullt af samningum við sérfræðilækna og ef það kemur ekki meira fjármagn þá muni það valda miklu tjóni fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Við stöndum svolítið frammi fyrir því að heilbrigðiskerfið okkar og sjúkratryggingakerfið sem á að byggjast á samhjálp og samtryggingu stendur ekki undir nafni,“ segir Oddný að lokum.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00
María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12