Með honum voru börnin hans Svala og Krummi og fleiri tónlistarmenn eins og söngkonan Margrét Eir. Klukkan 20 í kvöld voru tónleikarnir sýndir og teknir upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Hægt er að horfa á upptöku af tónleikunum hér að neðan.
Glæsileg tónleikaröð
Tónleikarnir í kvöld voru þeir síðustu í röðinni í Bylgjan órafmögnuð þetta árið. Búið er að sýna tónleika með Jóni Jónssyni, Mugison, Bjartmari og Bergrisunum, Sycamore Tree og GDRN og Magnúsi Jóhanni. Hér að neðan má sjá dagskrá tónleikaraðarinnar og horfa á upptökurnar.
3. nóvember: Jón Jónsson
10. nóvember: Mugison
17. nóvember: Bjartmar Guðlaugs og Bergrisarnir
24. nóvember: Sycamore Tree
1. desember: GDRN og Magnús Jóhann
8. desember: Björgvin Halldórs, Svala og Krummi
Vala Eiríks, dagskrágerðarkona á Bylgjunni, hefur haldið utan um dagskrá og spjallað við tónlistarmennina á sviðinu.