Lagið kom út fjórða nóvember síðastliðinn og fjallar meðal annars um að gera hlutina á eigin forsendum og dansa óháð öllu öðru.
Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar hækkar sig um þrjú sæti á milli vikna og skipar nú sjötta sæti listans með lagið sitt Hærra. Bebe Rexha og David Guetta sitja í fimmta sæti eftir margar vikur á toppnum með lagið I’m Good (Blue).
Þá situr Ed Sheeran í fjórða sæti með lagið Celestial, Elton John og Britney Spears í því þriðja með Hold Me Closer en Sam Smith og Kim Petras eru komin upp í annað sæti með TikTok smellinn Unholy. Það verður spennandi að fylgjast með því hvort þau nái á toppinn á næstunni en lagið Unholy hefur notið mikilla vinsælda víða um heiminn, bæði á streymisveitum og á samfélagsmiðlum.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: