„Fannst Selfossliðið ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2022 16:06 Ragnar Hermannsson var virkilega ánægður með sigur sinna kvenna í dag. Vísir/Hulda Margrét Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna, gat leyft sér að fagna eftir mikilvægan þriggja marka sigur liðsins á Selfossi í dag. Haukakonur hafa nú unnið þrjá af seinustu fjórum deildarleikjum sínum og hafa náð að slíta sig frá fallsvæðinu fyrir jólafríið. „Eins og ég sagði fyrir leikinn þá hefur vikan verið mjög furðuleg. Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni af eins áberandi prófastressi eins og er búið að vera í gangi í þessari viku. Einbeitingin er búin að vera mjög léleg og það var þannig í fyrri hálfleik,“ sagði Ragnar að leik loknum. „Maður horfði eiginlega bara á vikuna í hnotskurn í fyrri hálfleik. Við vorum algjörlega úti á túni með átta tapaða bolta og sumir af þeim þannig að það er ekki bjóðandi upp á þetta í Meistaraflokki og varla í yngri flokkunum.“ „En við tókum bara góðan fund í hálfleik og fórum rólega yfir þetta. Við skiptum um vörn og fengum smá markvörslu í seinni. Það sem var líka jákvætt var að það voru 33 sóknir í fyrri hálfleik og mér fannst ég sjá það á Selfossliðinu að þær voru orðnar frekat lúnar í seinni hálfleik.“ Haukakonur voru fjórum mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks. Liðið skoraði hins vegar níu mörk gegn aðeins einu marki heimakvenna í upphafi síðari hálfleiks og lagði þannig grunninn að góðum sigri. En hvað sagði Ragnar til að koma sínu liði í gang í hálfleiksræðunni? „Það er nú svona pínulítið einkamál. Vikan var svona svolítið eins og þær vilja hafa vikurnar og ég sagði við þær að ef að þær vilja hafa vikurnar einhverntíman svona þá yrðu þær auðvitað að sýna mér það í seinni hálfleik að við gætum treyst þeim fyrir aðeins léttari vikum. Ég gaf þeim frí í vikunni og svona og fór langt út af guðspjallinu. Gaf þeim frí út af prófalestri og þær sýndu mé það í seinni hálfleik að mér er alveg óhætt að vera stundum með uppbrotsvikur.“ Þrátt fyrir að hafa haft góð tök á leiknum stærstan hluta síðari hálfleiks náði Selfyssingar góðu áhlupi og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar skammt var eftir af leiknum. Ragnar segist þó hafa verið rólegur á þeim tímapunkti. „Mér fannst Selfossliðið bara ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka. Við hjálpuðum þeim svolítið. Við vorum held ég með einn tapaðan bolta þegar þetta móment kemur upp í seinni hálfleik og þá koma allt í einu þrír á innan við mínútu og þeir svona frekar klaufalegir. Það kostaði tvö hraðaupphlaupsmörk og svona smá pressu.“ „Svo fengum við auðvitað smá heppni þegar Rakel stal einum bolta og kláraði leikinn raunverulega. Ragnheiður stal svo öðrum. Þetta hefði getað orðið smá skjálfti, en hann varð ekki sem betur fer.“ Olís-deildin er nú á leið í smá jólafrí og Ragnar segist ætla að reyna að nýta það eins vel og hægt er. „Eins vel eins og hægt er. En þetta er náttúrulega bara Ísland í dag og það eru rosalega margir leikmenn að fara í ferðalög með fjölskyldunni þannig þetta verður svolítill bútasaumur. Svo erum við með tvo útlendinga sem eru að fara til sinna heima.“ „En við gerum auðvitað bara okkar besta og reynum að koma allavega jafnsprækar eftir jól. Ég er rosalega ánægður með uppskeruna fyrir jól. Átta stig. Ef þú hefðir boðið mér það í september eftir leikinn á móti Val þá hefði ég sagt já takk,“ sagði Ragnar að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
„Eins og ég sagði fyrir leikinn þá hefur vikan verið mjög furðuleg. Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni af eins áberandi prófastressi eins og er búið að vera í gangi í þessari viku. Einbeitingin er búin að vera mjög léleg og það var þannig í fyrri hálfleik,“ sagði Ragnar að leik loknum. „Maður horfði eiginlega bara á vikuna í hnotskurn í fyrri hálfleik. Við vorum algjörlega úti á túni með átta tapaða bolta og sumir af þeim þannig að það er ekki bjóðandi upp á þetta í Meistaraflokki og varla í yngri flokkunum.“ „En við tókum bara góðan fund í hálfleik og fórum rólega yfir þetta. Við skiptum um vörn og fengum smá markvörslu í seinni. Það sem var líka jákvætt var að það voru 33 sóknir í fyrri hálfleik og mér fannst ég sjá það á Selfossliðinu að þær voru orðnar frekat lúnar í seinni hálfleik.“ Haukakonur voru fjórum mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks. Liðið skoraði hins vegar níu mörk gegn aðeins einu marki heimakvenna í upphafi síðari hálfleiks og lagði þannig grunninn að góðum sigri. En hvað sagði Ragnar til að koma sínu liði í gang í hálfleiksræðunni? „Það er nú svona pínulítið einkamál. Vikan var svona svolítið eins og þær vilja hafa vikurnar og ég sagði við þær að ef að þær vilja hafa vikurnar einhverntíman svona þá yrðu þær auðvitað að sýna mér það í seinni hálfleik að við gætum treyst þeim fyrir aðeins léttari vikum. Ég gaf þeim frí í vikunni og svona og fór langt út af guðspjallinu. Gaf þeim frí út af prófalestri og þær sýndu mé það í seinni hálfleik að mér er alveg óhætt að vera stundum með uppbrotsvikur.“ Þrátt fyrir að hafa haft góð tök á leiknum stærstan hluta síðari hálfleiks náði Selfyssingar góðu áhlupi og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar skammt var eftir af leiknum. Ragnar segist þó hafa verið rólegur á þeim tímapunkti. „Mér fannst Selfossliðið bara ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka. Við hjálpuðum þeim svolítið. Við vorum held ég með einn tapaðan bolta þegar þetta móment kemur upp í seinni hálfleik og þá koma allt í einu þrír á innan við mínútu og þeir svona frekar klaufalegir. Það kostaði tvö hraðaupphlaupsmörk og svona smá pressu.“ „Svo fengum við auðvitað smá heppni þegar Rakel stal einum bolta og kláraði leikinn raunverulega. Ragnheiður stal svo öðrum. Þetta hefði getað orðið smá skjálfti, en hann varð ekki sem betur fer.“ Olís-deildin er nú á leið í smá jólafrí og Ragnar segist ætla að reyna að nýta það eins vel og hægt er. „Eins vel eins og hægt er. En þetta er náttúrulega bara Ísland í dag og það eru rosalega margir leikmenn að fara í ferðalög með fjölskyldunni þannig þetta verður svolítill bútasaumur. Svo erum við með tvo útlendinga sem eru að fara til sinna heima.“ „En við gerum auðvitað bara okkar besta og reynum að koma allavega jafnsprækar eftir jól. Ég er rosalega ánægður með uppskeruna fyrir jól. Átta stig. Ef þú hefðir boðið mér það í september eftir leikinn á móti Val þá hefði ég sagt já takk,“ sagði Ragnar að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25