Tónlist

Uppáhalds lög Birgittu Lífar árið 2022

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Birgitta Líf Björnsdóttir deilir sínum uppáhalds lögum frá árinu sem er að líða.
Birgitta Líf Björnsdóttir deilir sínum uppáhalds lögum frá árinu sem er að líða. Vísir/Sigurjón

Árið 2022 var með sanni viðburðaríkt í tónlistinni og fjölbreytileikinn skein skært með ólíkum tónlistarstefnum sem náðu vinsældum. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að deila með lesendum hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Athafnakonan, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Birgitta Líf á leik næst en hún deildi sínum fimm uppáhalds íslensku og fimm uppáhalds erlendu lögum frá árinu.

Íslensk lög:

Bízt – Issi

Ef þeir vilja beef – Daniil & Joey Christ

Vakta Svæðið – Issi, Ízleifur, Gísli Pálmi & Yung Nigo Drippin‘

MEIRA SH!T – Issi

Morgunsólin – Aron Can

„Ég hlusta vandræðalega mikið á íslenskt hiphop enda verður það bara betra með hverju árinu. Það er svo mikið af ungum tónlistarmönnum að koma upp og hasla sér völl í senunni. Issi er augljóslega í miklu uppáhaldi hjá mér en hann gaf út plötu á árinu og nokkur öflug lög. Aron Can slær svo alltaf í gegn en Morgunsólin er algjört feel good lag.“

Erlend lög:

Rich Flex – Drake, 21 Savage

Massive – Drake

Bbycakes – Mura Masa, Lil Uzi Vert, PinkPantheress, Shygirl

Ready – Fredo, Summer Walker

First Class – Jack Harlow

„Drake á alltaf hjarta mitt en Rich Flex og Massive eru mín uppáhalds af þeim sem hann sendi frá sér á árinu. Bbycakes og Ready voru hátt spiluð í bílnum í sumar enda algjörir skvísu-sumar-slagarar og First Class var vinsælt hjá mér fyrri hluta ársins. 

Þessi þrjú lög eiga það öll sameiginlegt að vísa í gömul lög svo það er líklega einhver nostalgía sem fær mig til að elska þau enn meira.“

Tengdar fréttir

Bestu lög ársins að mati Binna Glee

Tónlistarárið 2022 var bæði fjölbreytt og viðburðaríkt. Hérlendis sló ýmislegt í gegn, allt frá endurgerð á sígildum dægurlögum yfir í rappið, og var að öllum líkindum eitthvað sem féll í kramið hjá hverjum og einum. Lífið á Vísi heyrði í nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.