„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2022 07:00 Valsmenn stóðu vel í þýska stórliðinu Flensburg, en mæta Svíþjóðarmeisturum Ystads annað kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta. Bjarni þekkir það vel að leika gegn Ystads, en hann og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tap gegn liðinu í úrslitaeinvíginu um Svíþjóðarmeistaratitilinn í vor. „Þetta er eiginlega nákvæmlega sama lið og við mættum í úrslitum í vor. Þetta er bara heilt yfir gott lið með góðan miðjumann, vinstri skyttu, línumann og markmann. Síðan eru þeir náttúrulega með Kim Andersson sem er með einstaklingsgæði og getur allt í einu tekið upp á því að hamra honum af tíu metrum, standandi kjurr, upp í skeytin,“ sagði Bjarni. „En þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik og finnst mjög spennandi að sjá hann.“ Umræddur Kim Andersson er langt frá því að vera nýbyrjarður í sportinu, en hann varð fertugur í ágúst á þessu ári. Bjarni segir að þrátt fyrir að vera orðinn gamall á handboltamælikvarða sé hann þó enn með nóg á tankinum. „Hann er enn þá alveg góður sko. Hann er náttúrulega líka bara með leikskilning eftir tuttugu ár á toppleveli. Síðan getur hann alveg hamrað honum fyrir utan enn þá þó hann sé orðinn gamall karlinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er Ystads nú búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti riðilsins með sex stig, einu stigi meira en Valsmenn. Þar á meðal er sænska liðið búið að vinna efstu tvö lið riðilsins, PAUC og Flensburg. Bjarni telur þó að Valsmenn eigi góða möguleika þegar liðin mætast annað kvöld. „Já ég met það alveg þannig að þeir eigi góða möguleika. Það er eiginlega ómögulegt að segja hvorum megin maður ætti að vera að veðja á leikinn og ég býst bara við frekar jöfnum leik. Svona fyrirfram er allavega erfitt að segja,“ sagði Bjarni að lokum. Hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um leik Vals og Ystads hefst eftir tæpar 13 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss Valur og Ystads mætast í Origo-höllinni annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Bjarni þekkir það vel að leika gegn Ystads, en hann og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tap gegn liðinu í úrslitaeinvíginu um Svíþjóðarmeistaratitilinn í vor. „Þetta er eiginlega nákvæmlega sama lið og við mættum í úrslitum í vor. Þetta er bara heilt yfir gott lið með góðan miðjumann, vinstri skyttu, línumann og markmann. Síðan eru þeir náttúrulega með Kim Andersson sem er með einstaklingsgæði og getur allt í einu tekið upp á því að hamra honum af tíu metrum, standandi kjurr, upp í skeytin,“ sagði Bjarni. „En þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik og finnst mjög spennandi að sjá hann.“ Umræddur Kim Andersson er langt frá því að vera nýbyrjarður í sportinu, en hann varð fertugur í ágúst á þessu ári. Bjarni segir að þrátt fyrir að vera orðinn gamall á handboltamælikvarða sé hann þó enn með nóg á tankinum. „Hann er enn þá alveg góður sko. Hann er náttúrulega líka bara með leikskilning eftir tuttugu ár á toppleveli. Síðan getur hann alveg hamrað honum fyrir utan enn þá þó hann sé orðinn gamall karlinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er Ystads nú búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti riðilsins með sex stig, einu stigi meira en Valsmenn. Þar á meðal er sænska liðið búið að vinna efstu tvö lið riðilsins, PAUC og Flensburg. Bjarni telur þó að Valsmenn eigi góða möguleika þegar liðin mætast annað kvöld. „Já ég met það alveg þannig að þeir eigi góða möguleika. Það er eiginlega ómögulegt að segja hvorum megin maður ætti að vera að veðja á leikinn og ég býst bara við frekar jöfnum leik. Svona fyrirfram er allavega erfitt að segja,“ sagði Bjarni að lokum. Hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um leik Vals og Ystads hefst eftir tæpar 13 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss Valur og Ystads mætast í Origo-höllinni annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.
Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira