Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. desember 2022 09:01 Lína Birgitta Sigurðardóttir er viðmælandi í Jólamola dagsins. Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er mun líkari Elf heldur en nokkurn tímann The Grinch. Ég elska jólin, elska að gefa jólagjafir og elska að vera með fólkinu mínu. Svo er einhver kósý og þægileg tilfinning sem kemur yfir mig á þessum tíma sem mér þykir mjög vænt um.“ View this post on Instagram A post shared by Li na Birgitta (@linabirgittasig) Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ætli það séu ekki fyrstu jólin okkar Gumma með krökkunum hans. Svo er mín allra uppáhalds jólaminning þegar amma og afi buðu okkur mömmu og bróður mínum alltaf í mat á annan í jólum. Við náðum svo miklum gæðastundum saman og ég held fast í þessar minningar þar sem þau eru bæði fallin frá.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég mun aldrei gleyma þegar ég fékk míkrófón og míkrófónastand sem krakki. En þessi gjöf sló öll met þar sem ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona þegar ég yrði eldri. Mikið svakalega var þessi míkrófónn ofnotaður greyið.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þetta hljómar örugglega skelfilega en það voru alvöru vonbrigði þegar ég fékk konfektkassa þegar ég bjóst við náttfötum.“ View this post on Instagram A post shared by Li na Birgitta (@linabirgittasig) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Ég er ekki með margar hefðir en það er ein hefð sem er hjá okkur vinkonuhópnum og það eru litlu jólin. Við hittumst á hverju ári og höldum litlu jól sem er líklega hefð sem er komin til að vera.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Mitt allra uppáhalds jólalag er Ein handa þér með Stefáni Hilmarssyni. Það er eitthvað sem kemur yfir mig þegar ég heyri þetta lag.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Það eru nokkrar sem ég held upp á en ætli ég segi ekki The Holiday.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Þar sem ég er grænmetisæta þá er það vegan steik sem mér þykir ótrúlega góð. Svo gerir Gummi eina bestu sósu sem ég hef smakkað sem kemur frá ömmu hans.“ View this post on Instagram A post shared by Li na Birgitta (@linabirgittasig) Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar í þar sem mig vantar nákvæmlega ekkert. En ætli gjafabréf í flug væri ekki bara málið þar sem ég elska að ferðast!“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Þegar klukkan slær 18 og kirkjuklukkurnar byrja að hringja inn jólin.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Að skila BS ritgerðinni minni og fagna því að vera búin með skólann. Svo er það aðallega vinnan mín sem tengist vörumerkinu mínu Define The Line þar sem það er alltaf nóg að gera í desember og svo tekur janúar sprengjan við þar sem allir fara á fullt að hreyfa sig og vilja splæsa í ný æfingaföt.“ Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins. 12. desember 2022 09:00 Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins. 11. desember 2022 09:00 „Eitthvað heillandi við jólaandann í bland við kuldann og stressið“ Rithöfundurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Beggi Ólafs er búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði. Hann ætlar þó að koma heim til Íslands nú í desember og njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina. Beggi Ólafs er viðmælandi í Jólamola dagsins. 10. desember 2022 09:00 Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var mikið jólabarn á sínum yngri árum. Hún hefur þó róast töluvert með árunum og segist vera sátt ef hún nær að setja aðventukransinn upp fyrir jól. Hið sanna hátíðarskap hellist þó alltaf yfir Þórdísi á Þorláksmessu þegar faðir hennar dregur hana í búðir til þess að finna jólagjöf handa móður hennar. Þórdís er viðmælandi í Jólamola dagsins. 9. desember 2022 09:01 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er mun líkari Elf heldur en nokkurn tímann The Grinch. Ég elska jólin, elska að gefa jólagjafir og elska að vera með fólkinu mínu. Svo er einhver kósý og þægileg tilfinning sem kemur yfir mig á þessum tíma sem mér þykir mjög vænt um.“ View this post on Instagram A post shared by Li na Birgitta (@linabirgittasig) Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ætli það séu ekki fyrstu jólin okkar Gumma með krökkunum hans. Svo er mín allra uppáhalds jólaminning þegar amma og afi buðu okkur mömmu og bróður mínum alltaf í mat á annan í jólum. Við náðum svo miklum gæðastundum saman og ég held fast í þessar minningar þar sem þau eru bæði fallin frá.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég mun aldrei gleyma þegar ég fékk míkrófón og míkrófónastand sem krakki. En þessi gjöf sló öll met þar sem ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona þegar ég yrði eldri. Mikið svakalega var þessi míkrófónn ofnotaður greyið.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þetta hljómar örugglega skelfilega en það voru alvöru vonbrigði þegar ég fékk konfektkassa þegar ég bjóst við náttfötum.“ View this post on Instagram A post shared by Li na Birgitta (@linabirgittasig) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Ég er ekki með margar hefðir en það er ein hefð sem er hjá okkur vinkonuhópnum og það eru litlu jólin. Við hittumst á hverju ári og höldum litlu jól sem er líklega hefð sem er komin til að vera.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Mitt allra uppáhalds jólalag er Ein handa þér með Stefáni Hilmarssyni. Það er eitthvað sem kemur yfir mig þegar ég heyri þetta lag.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Það eru nokkrar sem ég held upp á en ætli ég segi ekki The Holiday.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Þar sem ég er grænmetisæta þá er það vegan steik sem mér þykir ótrúlega góð. Svo gerir Gummi eina bestu sósu sem ég hef smakkað sem kemur frá ömmu hans.“ View this post on Instagram A post shared by Li na Birgitta (@linabirgittasig) Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar í þar sem mig vantar nákvæmlega ekkert. En ætli gjafabréf í flug væri ekki bara málið þar sem ég elska að ferðast!“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Þegar klukkan slær 18 og kirkjuklukkurnar byrja að hringja inn jólin.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Að skila BS ritgerðinni minni og fagna því að vera búin með skólann. Svo er það aðallega vinnan mín sem tengist vörumerkinu mínu Define The Line þar sem það er alltaf nóg að gera í desember og svo tekur janúar sprengjan við þar sem allir fara á fullt að hreyfa sig og vilja splæsa í ný æfingaföt.“
Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins. 12. desember 2022 09:00 Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins. 11. desember 2022 09:00 „Eitthvað heillandi við jólaandann í bland við kuldann og stressið“ Rithöfundurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Beggi Ólafs er búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði. Hann ætlar þó að koma heim til Íslands nú í desember og njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina. Beggi Ólafs er viðmælandi í Jólamola dagsins. 10. desember 2022 09:00 Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var mikið jólabarn á sínum yngri árum. Hún hefur þó róast töluvert með árunum og segist vera sátt ef hún nær að setja aðventukransinn upp fyrir jól. Hið sanna hátíðarskap hellist þó alltaf yfir Þórdísi á Þorláksmessu þegar faðir hennar dregur hana í búðir til þess að finna jólagjöf handa móður hennar. Þórdís er viðmælandi í Jólamola dagsins. 9. desember 2022 09:01 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
„Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins. 12. desember 2022 09:00
Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins. 11. desember 2022 09:00
„Eitthvað heillandi við jólaandann í bland við kuldann og stressið“ Rithöfundurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Beggi Ólafs er búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði. Hann ætlar þó að koma heim til Íslands nú í desember og njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina. Beggi Ólafs er viðmælandi í Jólamola dagsins. 10. desember 2022 09:00
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var mikið jólabarn á sínum yngri árum. Hún hefur þó róast töluvert með árunum og segist vera sátt ef hún nær að setja aðventukransinn upp fyrir jól. Hið sanna hátíðarskap hellist þó alltaf yfir Þórdísi á Þorláksmessu þegar faðir hennar dregur hana í búðir til þess að finna jólagjöf handa móður hennar. Þórdís er viðmælandi í Jólamola dagsins. 9. desember 2022 09:01
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól