Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. desember 2022 20:28 Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms úr gildi í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurði mannanna tveggja úr gildi í dag. Krafa ákæruvaldsins var byggð á tilteknu ákvæði laga um meðferð sakamála, en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að úrskurða mann í gæsluvarðhald ef telja má „gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings.“ Litið hefur verið svo á að gæsluvarðhaldi, á grundvelli ákvæðisins, verði aðeins beitt þegar nauðsyn krefji. Í úrskurðunum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að eðlilegt sé að skýra ákvæðið þannig að árás sé ekki aðeins möguleg heldur verði eitthvað að benda til þess að hún sé yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Gögn málsins voru ekki talin þannig úr garði gerð að áskilnaði lagaákvæðisins væri fullnægt. Þá var einnig litið til vitnisburðar geðlæknis sem sagði að heilbrigði mannsins yrði ekki talið þannig að hætta stafi af þeim, hvorki fyrir hann sjálfan né aðra einstaklinga eða hópa. Landsréttur reifaði að áður hafi verið fallist á gæsluvarðhald en nú liggi hins vegar fyrir ítarleg matsgerð, byggð á viðtölum við sakborninga, læknisfræðilegra gagna auk rannsóknargagna og áhættumati lögreglu. Í ljósi niðurstöðu matsgerðarinnar og með hliðsjón af kröfum lagaákvæðisins, voru ekki talin hafa verið færð fullnægjandi rök fyrir því að nauðsynlegt væri að mennirnir sætu áfram gæsluvarðhald á grundvelli ákvæðisins. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurði mannanna tveggja úr gildi í dag. Krafa ákæruvaldsins var byggð á tilteknu ákvæði laga um meðferð sakamála, en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að úrskurða mann í gæsluvarðhald ef telja má „gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings.“ Litið hefur verið svo á að gæsluvarðhaldi, á grundvelli ákvæðisins, verði aðeins beitt þegar nauðsyn krefji. Í úrskurðunum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að eðlilegt sé að skýra ákvæðið þannig að árás sé ekki aðeins möguleg heldur verði eitthvað að benda til þess að hún sé yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Gögn málsins voru ekki talin þannig úr garði gerð að áskilnaði lagaákvæðisins væri fullnægt. Þá var einnig litið til vitnisburðar geðlæknis sem sagði að heilbrigði mannsins yrði ekki talið þannig að hætta stafi af þeim, hvorki fyrir hann sjálfan né aðra einstaklinga eða hópa. Landsréttur reifaði að áður hafi verið fallist á gæsluvarðhald en nú liggi hins vegar fyrir ítarleg matsgerð, byggð á viðtölum við sakborninga, læknisfræðilegra gagna auk rannsóknargagna og áhættumati lögreglu. Í ljósi niðurstöðu matsgerðarinnar og með hliðsjón af kröfum lagaákvæðisins, voru ekki talin hafa verið færð fullnægjandi rök fyrir því að nauðsynlegt væri að mennirnir sætu áfram gæsluvarðhald á grundvelli ákvæðisins.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00