Svekkelsi hjá Brynjari sem bíður eftir jólunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2022 12:30 Brynjar Björn Gunnarsson þjálfaði síðast HK heima á Íslandi. Vísir/Hulda Margrét Brynjar Björn Gunnarsson er kominn heim til Íslands eftir stutta dvöl í Svíþjóð en þessi margreyndi þjálfari vildi ekki staðfesta hvort hann væri kominn í hlé frá þjálfun. Brynjar Björn lét að störfum á dögunum hjá Ögryte í Svíþjóð eftir að hafa haldið liðinu upp í sænsku b-deildinni. Það verður að teljast mjög góður árangur því Brynjar tók við liðinu í fallsæti með aðeins tvö stig eftir sjö umferðir. Vildi breytingar í kringum liðið sem er í kringum liðið Þrátt fyrir það ákvað stjórn sænska félagsins að finna annan þjálfara. Brynjar ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason um hvernig málin þróuðust hjá Örgryte eftir tímabilið. „Við áttum samtal strax eftir tímabilið. Ég hafði ákveðnar hugmyndir hvað þyrfti að gera, bæði í kringum liðið og í kringum liðið sem er í kringum liðið. Það kom svo sem engin lokaniðurstaða í það en við vorum ekki alveg sammála kannski um hvað við þyrftum að bæta og hvað þyrfti að gera,“ sagði Brynjar Björn. „Svo fer af stað einhver saga um að þeir séu að leita sér að nýjum þjálfara og það verður niðurstaðan. Við tölum saman og leiðir skilja,“ sagði Brynjar en hver voru hans viðbrögð. Svekkelsi eftir gott tímabil „Það var svekkelsi eftir gott tímabil í rauninni þótt að það hafi verið langt og erfitt. Félagið hafði hugmyndir til að horfa til lengri tíma og ég var í þessu til þess. Fyrst og fremst kom ég inn í þessari stöðu sem við vorum í. Klára það og held liðinu uppi. Samtalið um lengri tíma markmið og skipulagningu í liðinu átti sér aldrei stað yfir tímabilið,“ sagði Brynjar. „Það var aldrei tímapunktur til þess því við spiluðum mótið fram á síðasta leik og síðustu sekúndu í rauninni. Það hékk ótrúlega mikið á því að við myndum halda okkur upp,“ sagði Brynjar. Breytingar í Malmö höfðu áhrif „Það kom í ljós að þeir höfðu einhverjar aðrar hugmyndir. Síðan eru þeirra utanaðkomandi aðstæður því það verða breytingar í Malmö. Sá sem tekur við af mér er að koma þaðan. Það fer einhver atburðarás af stað sem maður hefur ekki stjórn á,“ sagði Brynjar en er hann vonsvikinn og pirraður út í stjórnina hjá Örgryte? „Ég var það í fyrstu en þegar þessi samtöl eru búin að eiga sér stað, bæði fyrir að það varð ljóst að ég yrði ekki áfram og eftir, þá held ég til lengri tíma að það hafi verið best í stöðunni að stíga frá borði og leyfa öðrum að taka við,“ sagði Brynjar. Er alveg rólegur í dag Brynjar Björn ætlar að njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar heima á Íslandi en hver verða hans næstu skref á ferlinum? Er hann að leita að nýju liði til að þjálfa eða er hann í pásu. „Ég er bara nýlentur og er bara að hitta fjölskyldu og vini og vandamenn. Ég er alveg rólegur í dag og er ekki að leita að neinu eins og staðan er núna. Svo veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni. Akkúrat núna er ég að njóta þess að bíða eftir jólunum og jólaundirbúningnum,“ sagði Brynjar. Hvíla hausinn á fótbolta Áhuginn er samt enn til staðan hjá honum. „Já klárlega en á sama tíma er ég búinn að vera að atvinnumannafótbolta stanslaust síðan 1998 og hérna heima líka. Það er ágætt að fá smá pásu, hvíla hausinn og vera ekki alltaf með fótboltann á bak við eyrað,“ sagði Brynjar. Sænski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Brynjar Björn lét að störfum á dögunum hjá Ögryte í Svíþjóð eftir að hafa haldið liðinu upp í sænsku b-deildinni. Það verður að teljast mjög góður árangur því Brynjar tók við liðinu í fallsæti með aðeins tvö stig eftir sjö umferðir. Vildi breytingar í kringum liðið sem er í kringum liðið Þrátt fyrir það ákvað stjórn sænska félagsins að finna annan þjálfara. Brynjar ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason um hvernig málin þróuðust hjá Örgryte eftir tímabilið. „Við áttum samtal strax eftir tímabilið. Ég hafði ákveðnar hugmyndir hvað þyrfti að gera, bæði í kringum liðið og í kringum liðið sem er í kringum liðið. Það kom svo sem engin lokaniðurstaða í það en við vorum ekki alveg sammála kannski um hvað við þyrftum að bæta og hvað þyrfti að gera,“ sagði Brynjar Björn. „Svo fer af stað einhver saga um að þeir séu að leita sér að nýjum þjálfara og það verður niðurstaðan. Við tölum saman og leiðir skilja,“ sagði Brynjar en hver voru hans viðbrögð. Svekkelsi eftir gott tímabil „Það var svekkelsi eftir gott tímabil í rauninni þótt að það hafi verið langt og erfitt. Félagið hafði hugmyndir til að horfa til lengri tíma og ég var í þessu til þess. Fyrst og fremst kom ég inn í þessari stöðu sem við vorum í. Klára það og held liðinu uppi. Samtalið um lengri tíma markmið og skipulagningu í liðinu átti sér aldrei stað yfir tímabilið,“ sagði Brynjar. „Það var aldrei tímapunktur til þess því við spiluðum mótið fram á síðasta leik og síðustu sekúndu í rauninni. Það hékk ótrúlega mikið á því að við myndum halda okkur upp,“ sagði Brynjar. Breytingar í Malmö höfðu áhrif „Það kom í ljós að þeir höfðu einhverjar aðrar hugmyndir. Síðan eru þeirra utanaðkomandi aðstæður því það verða breytingar í Malmö. Sá sem tekur við af mér er að koma þaðan. Það fer einhver atburðarás af stað sem maður hefur ekki stjórn á,“ sagði Brynjar en er hann vonsvikinn og pirraður út í stjórnina hjá Örgryte? „Ég var það í fyrstu en þegar þessi samtöl eru búin að eiga sér stað, bæði fyrir að það varð ljóst að ég yrði ekki áfram og eftir, þá held ég til lengri tíma að það hafi verið best í stöðunni að stíga frá borði og leyfa öðrum að taka við,“ sagði Brynjar. Er alveg rólegur í dag Brynjar Björn ætlar að njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar heima á Íslandi en hver verða hans næstu skref á ferlinum? Er hann að leita að nýju liði til að þjálfa eða er hann í pásu. „Ég er bara nýlentur og er bara að hitta fjölskyldu og vini og vandamenn. Ég er alveg rólegur í dag og er ekki að leita að neinu eins og staðan er núna. Svo veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni. Akkúrat núna er ég að njóta þess að bíða eftir jólunum og jólaundirbúningnum,“ sagði Brynjar. Hvíla hausinn á fótbolta Áhuginn er samt enn til staðan hjá honum. „Já klárlega en á sama tíma er ég búinn að vera að atvinnumannafótbolta stanslaust síðan 1998 og hérna heima líka. Það er ágætt að fá smá pásu, hvíla hausinn og vera ekki alltaf með fótboltann á bak við eyrað,“ sagði Brynjar.
Sænski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira