Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2022 19:01 Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. David Davies/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. Jadon Sancho var ekki hluti af enska landsliðshópnum sem fór til Katar þar sem HM í fótbolta fór fram. Á svipuðum tíma og HM fór af stað bárust fregnir af því að Sancho væri við æfingar í Hollandi. Athygli vakti að Guy Smit, markvörður Vals, var með Sancho á æfingum. Það vakti hins vegar enn meiri athygli þegar Ten Hag fór með þá leikmenn sem ekki voru á HM til Spánar þar sem undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins fór fram. Sancho var hins vegar áfram í Hollandi og hefur ekki enn hafið æfingar með liðnu. Ten Hag segir að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ten Hag hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann varð stjóri Man United.Vísir/Getty „Við sáum hann ekki í síðustu leikjum [fyrir hléið] þar sem líkamlegt ásigkomulag hans var ekki upp á sitt besta. Hann er nú með einstaklings plan og við vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst. Ég get þó ekki staðfest hvenær hann mun hefja æfingar með liðinu að nýju,“ sagði Ten Hag við blaðamenn. „Þegar deildin hófst þá átti hann nokkra góða leiki en eftir það spilaði hann ekki jafn vel. Stundum veit maður ekki hver ástæðan er. Þetta er blanda af bæði líkamlegu og andlegu. Við erum að vina í þessum málum til að hann geti aftur verið upp á sitt besta.“ Sancho hefur tekið þátt í 14 leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann kostaði Man United 73 milljónir punda sumarið 2021 en átti erfitt fyrsta tímabil þar sem liðið náði aldrei neinu flugi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick. Sancho's touch, turn & finish... @Sanchooo10 | @ManUtd | #UEL pic.twitter.com/43SqwekEo1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 14, 2022 Manchester United mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í deildarbikarnum þann 21. desember næstkomandi áður en liðið tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni sex dögum síðar, 27. desember. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Jadon Sancho var ekki hluti af enska landsliðshópnum sem fór til Katar þar sem HM í fótbolta fór fram. Á svipuðum tíma og HM fór af stað bárust fregnir af því að Sancho væri við æfingar í Hollandi. Athygli vakti að Guy Smit, markvörður Vals, var með Sancho á æfingum. Það vakti hins vegar enn meiri athygli þegar Ten Hag fór með þá leikmenn sem ekki voru á HM til Spánar þar sem undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins fór fram. Sancho var hins vegar áfram í Hollandi og hefur ekki enn hafið æfingar með liðnu. Ten Hag segir að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ten Hag hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann varð stjóri Man United.Vísir/Getty „Við sáum hann ekki í síðustu leikjum [fyrir hléið] þar sem líkamlegt ásigkomulag hans var ekki upp á sitt besta. Hann er nú með einstaklings plan og við vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst. Ég get þó ekki staðfest hvenær hann mun hefja æfingar með liðinu að nýju,“ sagði Ten Hag við blaðamenn. „Þegar deildin hófst þá átti hann nokkra góða leiki en eftir það spilaði hann ekki jafn vel. Stundum veit maður ekki hver ástæðan er. Þetta er blanda af bæði líkamlegu og andlegu. Við erum að vina í þessum málum til að hann geti aftur verið upp á sitt besta.“ Sancho hefur tekið þátt í 14 leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann kostaði Man United 73 milljónir punda sumarið 2021 en átti erfitt fyrsta tímabil þar sem liðið náði aldrei neinu flugi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick. Sancho's touch, turn & finish... @Sanchooo10 | @ManUtd | #UEL pic.twitter.com/43SqwekEo1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 14, 2022 Manchester United mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í deildarbikarnum þann 21. desember næstkomandi áður en liðið tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni sex dögum síðar, 27. desember.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira