Mögulegt var að tilnefna eigið hús eða eitthvað hús annarra sem þóttu vel skreytt þessi jólin. Myndirnar streymdu inn í keppnina frá öllum landshlutum.
Nú er komið að lesendum Vísis að velja best skreytta hús landsins. Dómnefnd fór yfir allar myndirnar sem sendar voru inn í keppnina. Hér fyrir neðan könnunina má sjá frekari upplýsingar um þau fimm hús sem þóttu skara fram úr.
Uppfært mánudaginn 19. desember:
Kosningunni er nú lokið og sigurvegarinn verður tilkynntur hér á Vísi.
Garpur Elísabetarson fór og myndaði efstu húsin seint í gær og nýfallinn jólasnjórinn setur skemmtilegan svip á myndirnar.
Lesendur velja sigurvegara jólaskreytingakeppninnar og úrslitin verða tilkynnt eftir helgi. Í vinning eru 100.000 krónur hjá Húsasmiðjunni.

A) Jólahúsið á Völlunum, Furuvellir
„Jólahúsið á Furuvöllum, stendur einnig í svakalegri jólagötu þar sem er mikið skreytt og gaman að taka göngutúr í gegnum. Garðurinn er ótrúlega mikið skreyttur og öll tré sem standa næst hafa eignast sitt eigið líf með sinni ljósa seríu. Mjög mikið af litlum úthugsuðum smátriðum þegar skoðað er í kring, en skreytti jólabíllinn í innkeyrslunni er sérstaklega góð viðbót, þar sem jólasveinninn og Grinch sita saman frammí.“



B) Jólahúsið í Kópavogi, Múlalind
„Jólahúsið í Múlalind, stendur í svakalegri jólagötu þar sem virðist vera skemmtileg keppni á milli nágranna í hver skreytir mest og best. Húsið er fallega skreytt, og úthugsaðar skreytingar, bæði ljós og styttur allan hringinn í kring.“



C) Jólahúsið á Selfossi, Austurvegi.
„Húsið er í anda þess sem maður myndi sjá í Home Alone myndunum og skreytt eftir því. Mjög klassískt útlit á húsi og skreytingum. Mikið af skreytingum en ekki of mikið og búið að úthugsa hverja peru.“



D) Jólahúsið í Hafnafirði, Hlíðarbraut
„Jólahúsið á Hlíðarbraut er alls ekki mest skreytta húsið, en það er mjög stílhreint og fallegar skreytingar. En þó það sé ekki mest skreytta húsið, þá er mikið lagt í skreytingarnar, eins og td. Tréð sem stendur fyrir aftan húsið sem rammar inn ásýndina.“



E) Jólahúsið í Hveragerði, Réttarheiði
„Jólahúsið á Réttarheiðinni í Hveragerði, er skreytt allan hringinn, í litríkum jólaseríum ásamt miklu aukaskrauti þár á milli, td. Upplýstir jólasveinar sem standa vörð allan hringinn. Húsið er brúnt og því lítur það út eins og piparkökuhús svona skreytt úr fjarska.“


