Sigurjón Sighvats stelur frá þjófi og skammast sín ekkert Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 15:04 Myndlistarmaðurinn Sigurjón Sighvatsson storkar hinni áleitnu spurningu um höfundarrétt með verkum sínum. Sigurjón Ragnar Klukkan 13.30 bæði laugardag og sunnudag um þessa helgi mun Jón Proppé listheimspekingur taka Sigurjón Sighvatsson í listamannaspjall um hliðarsjálf sitt CozyBoy en sýning á verkum hans stendur nú yfir við Hafnartorg. Spjall þeirra félaga og leiðsögn um sýninguna verður opið öllum áhugasömum en þar eru undir athyglisverðar og knýjandi spurningar um höfundarétt. Eins og kvikmyndaunnendur þekkja hefur Sigurjón skráð sig í sögubækurnar sem afkastamesti kvikmyndaframleiðandi landins auk þess að vera umsvifamikill fjárfestir, viðskiptamaður og stórtækur listaverkasafnari. Á allra síðustu árum hefur hann svo stigið fram sem myndlistarmaður undir nafninu CozyBoy og ljósmyndari undir eigin nafni. Stolið frá þjófi Fyrir tveimur árum birtist sýning CozyBoy „Becoming Richard“ á 287 auglýsingaskjám á höfuðborgarsvæðinu. Yfir fimmtíu verk voru unnin upp úr Instagram færslum og lyndistáknum (emojis) frá bandaríska listamanninum Richard Prince sem fengu nýtt samhengi hjá CozyBoy. Í tilkynningu frá Sigurjóni segir meðal annars að Richard Prince sé sá listamaður okkar daga sem líklega hvað mest hefur verið sakaður um að nota hugverk annarra listamanna, án þess að geta til um uppruna verkanna. Af þessum sökum hafa dómsmál ítrekuð verið höfðuð á hendur honum. „Prince lætur sér þó ekki segjast, heldur semur endurtekið um greiðslur við þá sem saka hann um stuld á sínum hugverkum. Er það eina viðurkenning hans á því að hann er ekki höfundur eigin verka að öllu leyti.“ Í Becoming Richard seríunni eftir CozyBoy er tekist á við spurninguna um höfund og höfundarétt, sem hefur líklega aldrei verið áleitnari en nú. Verkin voru vísvitandi sköpuð upp úr efnum hins þekkta bandaríska listamanns, og beinlínis vakin athygli á uppruna þeirra með nafngift sýningarinnar, ólíkt því sem því sem sjálfur Prince heldur fram um sín eigin verk. Inn úr kuldanum Sigurjón, eða CozyBoy, hefur nú bætt um betur og ákveðið að endurskapa sín eigin verk og færa inn í sýningarrými sem varanleg verk, en ekki bara skammtíma skilaboð á úti auglýsingaskiltum. Eða svo enn sé vitnað til tilkynningar frá listamanninum: „Sannarlega hafa þessi varanlegu verk, sem eru gerð úr áli, plexigleri og LED ljósum, sterkari höfundareinkenni en þau upphafleg.“ Og spurt er hvort slík einkenni dugi til að hann geti kallað þau sín eigi? „Eða eru þau bara ólistræn aðlögun að hinum upprunanlegu verkum Prince, sem eru þegar allt kemur til alls hreint ekki upprunaleg, hvað sem hann segir sjálfur. Þessar spurningar ásamt fleirum verða viðfangsefni Jóns og Sigurjóns í spjalli þeirra um helgina.“ Myndlist Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira
Spjall þeirra félaga og leiðsögn um sýninguna verður opið öllum áhugasömum en þar eru undir athyglisverðar og knýjandi spurningar um höfundarétt. Eins og kvikmyndaunnendur þekkja hefur Sigurjón skráð sig í sögubækurnar sem afkastamesti kvikmyndaframleiðandi landins auk þess að vera umsvifamikill fjárfestir, viðskiptamaður og stórtækur listaverkasafnari. Á allra síðustu árum hefur hann svo stigið fram sem myndlistarmaður undir nafninu CozyBoy og ljósmyndari undir eigin nafni. Stolið frá þjófi Fyrir tveimur árum birtist sýning CozyBoy „Becoming Richard“ á 287 auglýsingaskjám á höfuðborgarsvæðinu. Yfir fimmtíu verk voru unnin upp úr Instagram færslum og lyndistáknum (emojis) frá bandaríska listamanninum Richard Prince sem fengu nýtt samhengi hjá CozyBoy. Í tilkynningu frá Sigurjóni segir meðal annars að Richard Prince sé sá listamaður okkar daga sem líklega hvað mest hefur verið sakaður um að nota hugverk annarra listamanna, án þess að geta til um uppruna verkanna. Af þessum sökum hafa dómsmál ítrekuð verið höfðuð á hendur honum. „Prince lætur sér þó ekki segjast, heldur semur endurtekið um greiðslur við þá sem saka hann um stuld á sínum hugverkum. Er það eina viðurkenning hans á því að hann er ekki höfundur eigin verka að öllu leyti.“ Í Becoming Richard seríunni eftir CozyBoy er tekist á við spurninguna um höfund og höfundarétt, sem hefur líklega aldrei verið áleitnari en nú. Verkin voru vísvitandi sköpuð upp úr efnum hins þekkta bandaríska listamanns, og beinlínis vakin athygli á uppruna þeirra með nafngift sýningarinnar, ólíkt því sem því sem sjálfur Prince heldur fram um sín eigin verk. Inn úr kuldanum Sigurjón, eða CozyBoy, hefur nú bætt um betur og ákveðið að endurskapa sín eigin verk og færa inn í sýningarrými sem varanleg verk, en ekki bara skammtíma skilaboð á úti auglýsingaskiltum. Eða svo enn sé vitnað til tilkynningar frá listamanninum: „Sannarlega hafa þessi varanlegu verk, sem eru gerð úr áli, plexigleri og LED ljósum, sterkari höfundareinkenni en þau upphafleg.“ Og spurt er hvort slík einkenni dugi til að hann geti kallað þau sín eigi? „Eða eru þau bara ólistræn aðlögun að hinum upprunanlegu verkum Prince, sem eru þegar allt kemur til alls hreint ekki upprunaleg, hvað sem hann segir sjálfur. Þessar spurningar ásamt fleirum verða viðfangsefni Jóns og Sigurjóns í spjalli þeirra um helgina.“
Myndlist Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira