Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. desember 2022 18:30 Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara í dag um að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk væru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru ákærðir til tilraunar til hryðjuverka ásamt öðrum brotum fyrr þann níunda desember. Landsréttur felldi svo úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á þriðjudag. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa hætta af þeim. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Europol og lögregla höfðu áður metið að mennirnir væru við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Söguleg mistök Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars málsins í málinu gagnrýnir framgöngu ríkislögreglustjóra í málinu allt frá því að embættið kallaði til blaðamannafundar. „Þessi blaðamannafundur var söguleg mistök af hálfu ríkislögreglustjóra og málatilbúnaðurinn hefur síðan hefur einhvern veginn gengið út á það að lögregla haldi andliti,“ segir Sveinn. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Í gögnum málsins kemur fram að mennirnir hafi í rafrænum samskiptum meðal annars ætlað að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri telur þetta ekki marktækt. „Þetta eru stórundarlegar fabúlasjónir sem þeir báðir sjá eftir. En þetta var bara kjánaskapur,“ segir Sveinn. Hann segir sinn umbjóðanda í gjörgæslu hjá foreldrum sínum og undir læknishendi. „Ég fullyrði það að þetta mál hefur skaðað minn umbjóðanda með varanlegum hætti.“ Þriggja daga frestur Héraðssaksóknari vísaði til almannahagsmuna þegar hann krafðist þess að mennirnir yrðu færðir aftur í gæsluvarðhald í dag en því var eins og áður segir hafnað. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum og hafði ekki tekið ákvörðun þegar fréttastofa leitaði svara. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara í dag um að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk væru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru ákærðir til tilraunar til hryðjuverka ásamt öðrum brotum fyrr þann níunda desember. Landsréttur felldi svo úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á þriðjudag. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa hætta af þeim. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Europol og lögregla höfðu áður metið að mennirnir væru við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Söguleg mistök Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars málsins í málinu gagnrýnir framgöngu ríkislögreglustjóra í málinu allt frá því að embættið kallaði til blaðamannafundar. „Þessi blaðamannafundur var söguleg mistök af hálfu ríkislögreglustjóra og málatilbúnaðurinn hefur síðan hefur einhvern veginn gengið út á það að lögregla haldi andliti,“ segir Sveinn. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Í gögnum málsins kemur fram að mennirnir hafi í rafrænum samskiptum meðal annars ætlað að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri telur þetta ekki marktækt. „Þetta eru stórundarlegar fabúlasjónir sem þeir báðir sjá eftir. En þetta var bara kjánaskapur,“ segir Sveinn. Hann segir sinn umbjóðanda í gjörgæslu hjá foreldrum sínum og undir læknishendi. „Ég fullyrði það að þetta mál hefur skaðað minn umbjóðanda með varanlegum hætti.“ Þriggja daga frestur Héraðssaksóknari vísaði til almannahagsmuna þegar hann krafðist þess að mennirnir yrðu færðir aftur í gæsluvarðhald í dag en því var eins og áður segir hafnað. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum og hafði ekki tekið ákvörðun þegar fréttastofa leitaði svara.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira