„Leikmennirnir hafa snúið þessu við" Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 09:52 Rúnar Sigtryggsson stýrt Leipzig til sigurs í öllum sex deildarleikjum liðsins frá því að hann tók við. Hendrik Schmidt/picture alliance via Getty Images Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þetta bar brátt að og það tók í raun bara eina helgi að taka ákvörðun um að fara frá Haukum og stökkva á tilboðið frá Leipzig. Ég var staddur með Haukaliðinu í Kýpur í verkefni í Evrópukeppni þegar ég var að ræða við forráðamenn Leipzig," segir Rúnar um aðdraganda þess að hann samdi við Leipzig. Rúnar stýrði Leipzig til sigurs í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu degi eftir að hann kom til Þýskalands. „Ég lenti í Leipzig kvöldinu fyrir fyrsta leik og við tókum morgunæfingu á leikdegi fyrsta leiksins sem ég stýrði. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er fyrst og fremst þakklátur vinnuveitendum mínum, Eimskip og Haukum, að hafa látið þetta ganga upp. Það er þeim að þakka hvað þetta hefur gengið vel allt saman á nýjum stað," segir þjálfarinn um fyrstu daga sína hjá Leipzig. Áður en Rúnar kom til Leipzig var liðið í fallsæti, hafði haft betur í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni af tíu. Eftir komu Rúnars hefur gengi liðsins umturnast en liðið hefur borið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn. „Það eru leikmennirnir sem hafa snúið þessu við. Við höfum kannski bara einfaldað leik liðsins eftir að ég tók við, spilum hraðari bolta og það er skýrara kannski hverjir eru lykilleikmennirnir í liðinu. Aðrir leikmenn þurfa einfaldlega að leggja á sig vinnu til þess að komast í þann gæðaflokk sem þeir sem eru að spila mest eru í til þess að fá mínútur inni á vellinum," segir Rúnar aðspurður um hvað liggi að baki velgengninni undanfarnar vikur. Viggó Kristjánsson hefur blómstrað undir stjórn Rúnars. Vísir/Getty Einn þeirra leikmanna sem hafa fundið fjölina eftir að Rúnar tók við stjórnartaumunum hjá Leipzig er íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson. „Viggó hefur verið feykilega góður síðan ég kom og við erum líka bara vel staddir í hægri skyttustöðunni. Ef Viggó þarf pásu erum við með öfluga króatíska hægri skyttu sem hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum. Viggó er sköpunarglaður leikmaður og kannski stundum með of mikla sköpunargleði. Það er hins vegar allt í góðu lagi á meðan hann skorar jafn mörg mörk og hann er að gera þessa stundina," segir Rúnar um lærisvein sinn. Viðtalið við Rúnar má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Viggó Kristjánsson um stjóraskiptin frá því í síðasta mánuði. Þýski handboltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
„Þetta bar brátt að og það tók í raun bara eina helgi að taka ákvörðun um að fara frá Haukum og stökkva á tilboðið frá Leipzig. Ég var staddur með Haukaliðinu í Kýpur í verkefni í Evrópukeppni þegar ég var að ræða við forráðamenn Leipzig," segir Rúnar um aðdraganda þess að hann samdi við Leipzig. Rúnar stýrði Leipzig til sigurs í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu degi eftir að hann kom til Þýskalands. „Ég lenti í Leipzig kvöldinu fyrir fyrsta leik og við tókum morgunæfingu á leikdegi fyrsta leiksins sem ég stýrði. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er fyrst og fremst þakklátur vinnuveitendum mínum, Eimskip og Haukum, að hafa látið þetta ganga upp. Það er þeim að þakka hvað þetta hefur gengið vel allt saman á nýjum stað," segir þjálfarinn um fyrstu daga sína hjá Leipzig. Áður en Rúnar kom til Leipzig var liðið í fallsæti, hafði haft betur í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni af tíu. Eftir komu Rúnars hefur gengi liðsins umturnast en liðið hefur borið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn. „Það eru leikmennirnir sem hafa snúið þessu við. Við höfum kannski bara einfaldað leik liðsins eftir að ég tók við, spilum hraðari bolta og það er skýrara kannski hverjir eru lykilleikmennirnir í liðinu. Aðrir leikmenn þurfa einfaldlega að leggja á sig vinnu til þess að komast í þann gæðaflokk sem þeir sem eru að spila mest eru í til þess að fá mínútur inni á vellinum," segir Rúnar aðspurður um hvað liggi að baki velgengninni undanfarnar vikur. Viggó Kristjánsson hefur blómstrað undir stjórn Rúnars. Vísir/Getty Einn þeirra leikmanna sem hafa fundið fjölina eftir að Rúnar tók við stjórnartaumunum hjá Leipzig er íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson. „Viggó hefur verið feykilega góður síðan ég kom og við erum líka bara vel staddir í hægri skyttustöðunni. Ef Viggó þarf pásu erum við með öfluga króatíska hægri skyttu sem hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum. Viggó er sköpunarglaður leikmaður og kannski stundum með of mikla sköpunargleði. Það er hins vegar allt í góðu lagi á meðan hann skorar jafn mörg mörk og hann er að gera þessa stundina," segir Rúnar um lærisvein sinn. Viðtalið við Rúnar má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Viggó Kristjánsson um stjóraskiptin frá því í síðasta mánuði.
Þýski handboltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira