„Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2022 13:00 Fostið síðustu daga hefur haft veruleg áhrif á rekstur sundlauganna. Vísir/Egill Sundlaugar Reykjavíkur verða áfram lokaðar í dag. Metið verður síðar í dag hvort hægt verði að opna á ný á morgun. Starfsfólkið mætti hins vegar til vinnu og nýtti tímann vel. Reykjavíkurborg ákvað að höfðu samráði við Veitur að hafa sundlaugar borgarinnar áfram lokaðar í dag. Það sama á við um Ylströndina í Nauthólsvík. Unnið er að því að ná upp fullum vatnsforða eftir bilun í Hellisheiðarvirkjun en viðgerðinni er lokið. Staðan verður metin eftir klukkan fjögur í dag varðandi opnun sundlauganna á morgun. Vonast er til að hægt verði að opna laugarnar að einhverju leyti eða að fullu í fyrramálið. Sundlaugunum var lokað fyrir hádegi í gær og hefur starfsfólkið síðan notað tímann til að þrífa og dytta að. „Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis. Það er búið að vera svona eiginlega sólarhringurinn síðan að hamast á því bara á fullu. Hvort sem það eru búningsklefar, niðurföll, rennur, gömul húðfita einhvers staðar þar sem að við höfum ekki komist með sterk efni til þess að hreinsa. Það er búið að vera verkefnið síðasta sólarhringinn og allir verið mjög öflugir,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Árni segir það sjaldgjæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið. Opnum snemma og lokum seint sem er algjört æði sko. Það eru algjör forréttindi að hafa sundlaug. Sérstaklega við svona aðstæður.“ Árni segir að í raun og veru sé nú ein allsherjar jólahreingerning að eiga sér stað í Laugardalslauginni. „Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar á aðfangadag því þá verður allt svo hreint og fínt hérna. Ég held að það verði enginn hreinni á jólunum heldur en þessi jól.“ Hann vonast til að hægt verði að opna aftur á morgun. „Við fáum að vita bara seinni partinn hvort það sé einhver möguleiki af því við viljum gjarnan opna fyrir góða fólkið okkar. Góðu gestina.“ Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 „Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað að höfðu samráði við Veitur að hafa sundlaugar borgarinnar áfram lokaðar í dag. Það sama á við um Ylströndina í Nauthólsvík. Unnið er að því að ná upp fullum vatnsforða eftir bilun í Hellisheiðarvirkjun en viðgerðinni er lokið. Staðan verður metin eftir klukkan fjögur í dag varðandi opnun sundlauganna á morgun. Vonast er til að hægt verði að opna laugarnar að einhverju leyti eða að fullu í fyrramálið. Sundlaugunum var lokað fyrir hádegi í gær og hefur starfsfólkið síðan notað tímann til að þrífa og dytta að. „Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis. Það er búið að vera svona eiginlega sólarhringurinn síðan að hamast á því bara á fullu. Hvort sem það eru búningsklefar, niðurföll, rennur, gömul húðfita einhvers staðar þar sem að við höfum ekki komist með sterk efni til þess að hreinsa. Það er búið að vera verkefnið síðasta sólarhringinn og allir verið mjög öflugir,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Árni segir það sjaldgjæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið. Opnum snemma og lokum seint sem er algjört æði sko. Það eru algjör forréttindi að hafa sundlaug. Sérstaklega við svona aðstæður.“ Árni segir að í raun og veru sé nú ein allsherjar jólahreingerning að eiga sér stað í Laugardalslauginni. „Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar á aðfangadag því þá verður allt svo hreint og fínt hérna. Ég held að það verði enginn hreinni á jólunum heldur en þessi jól.“ Hann vonast til að hægt verði að opna aftur á morgun. „Við fáum að vita bara seinni partinn hvort það sé einhver möguleiki af því við viljum gjarnan opna fyrir góða fólkið okkar. Góðu gestina.“
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 „Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38
„Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52