Unglingsstúlkur sem stungu mann fyrir áfengisflösku til rannsóknar vegna fleiri árása Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 12:38 Lögregluþjónar að störfum í Toronto. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Steve Russell Saksóknarar í Toronto í Kanada hafa ákært átta táningsstúlkur fyrir að stinga 59 ára gamlan mann til bana. Stúlkurnar eru þrettán til sextán ára gamlar og voru að reyna að ná áfengisflösku af vinkonu mannsins. Í samtali við Ríkisútvarp Kanada (CBC) segir konan sem ráðist var á að hún og maðurinn hafi verið fyrir utan athvarf í miðbæ Toronto skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags þegar stúlkurnar hafi gengið að þeim og reynt að taka af henni áfengisflösku. Sjá einnig: Átta unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð á heimilislausum manni Hún segir vin sinn hafa komið sér til aðstoðar en stúlkurnar hafi allar ráðist á hann og slegið hann ítrekað. Konan flúði en segist hafa séð mikið blóð þegar þær réðust á manninn. Konan hélt að stúlkurnar hefðu stungið manninn í kviðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Stúlkurnar voru handteknar skömmu síðar, þegar lögregluþjónar voru kallaðir til út af öðru máli sem stúlkurnar komu að. Lögreglan segir að vopn hafi fundist á stúlkunum en hefur ekki sagt hvernig vopn né hve mörg. Í frétt Toronto Star er haft eftir heimildarmönnum miðilsins úr lögreglunni að talið sé að stúlkurnar hafi tengst tveimur öðrum árásum þetta kvöld. Taldar hafa hist á samfélagsmiðlum Þrjár stúlknanna eru þrettán ára gamlar, þrjár eru fjórtán ára og tvær eru sextán. Lögreglan telur þær hafa hist á samfélagsmiðlum og komið saman í miðbæ Toronto á laugardagskvöldið. Þær búa allar í sitthvorum hluta borgarinnar. Ekki liggur fyrir hvað þær voru að gera í miðbænum en allar hafa verið ákærðar fyrir morð af annarri gráðu. Einn af yfirmönnum lögreglunnar í Toronto, sem hefur rannsakað morð í nítján ár, segist aldrei hafa rannsakað glæp sem þennan. Lögreglan hefur biðlað til almennings um upplýsingar um málið. John Tory, borgarstjóri, segir árásina ógnvænlega. Í yfirlýsingu sem CBC vitnar í segir borgarstjórinn að allir íbúar borgarinnar eigi skilið að komið sé fram við þá af virðingu. Það að maður hafi dáið á þennan hátt sé sorglegt. Hann segir einnig að ungur aldur stúlknanna og eðli glæpsins sé mikið áhyggjuefni. Kanada Erlend sakamál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Í samtali við Ríkisútvarp Kanada (CBC) segir konan sem ráðist var á að hún og maðurinn hafi verið fyrir utan athvarf í miðbæ Toronto skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags þegar stúlkurnar hafi gengið að þeim og reynt að taka af henni áfengisflösku. Sjá einnig: Átta unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð á heimilislausum manni Hún segir vin sinn hafa komið sér til aðstoðar en stúlkurnar hafi allar ráðist á hann og slegið hann ítrekað. Konan flúði en segist hafa séð mikið blóð þegar þær réðust á manninn. Konan hélt að stúlkurnar hefðu stungið manninn í kviðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Stúlkurnar voru handteknar skömmu síðar, þegar lögregluþjónar voru kallaðir til út af öðru máli sem stúlkurnar komu að. Lögreglan segir að vopn hafi fundist á stúlkunum en hefur ekki sagt hvernig vopn né hve mörg. Í frétt Toronto Star er haft eftir heimildarmönnum miðilsins úr lögreglunni að talið sé að stúlkurnar hafi tengst tveimur öðrum árásum þetta kvöld. Taldar hafa hist á samfélagsmiðlum Þrjár stúlknanna eru þrettán ára gamlar, þrjár eru fjórtán ára og tvær eru sextán. Lögreglan telur þær hafa hist á samfélagsmiðlum og komið saman í miðbæ Toronto á laugardagskvöldið. Þær búa allar í sitthvorum hluta borgarinnar. Ekki liggur fyrir hvað þær voru að gera í miðbænum en allar hafa verið ákærðar fyrir morð af annarri gráðu. Einn af yfirmönnum lögreglunnar í Toronto, sem hefur rannsakað morð í nítján ár, segist aldrei hafa rannsakað glæp sem þennan. Lögreglan hefur biðlað til almennings um upplýsingar um málið. John Tory, borgarstjóri, segir árásina ógnvænlega. Í yfirlýsingu sem CBC vitnar í segir borgarstjórinn að allir íbúar borgarinnar eigi skilið að komið sé fram við þá af virðingu. Það að maður hafi dáið á þennan hátt sé sorglegt. Hann segir einnig að ungur aldur stúlknanna og eðli glæpsins sé mikið áhyggjuefni.
Kanada Erlend sakamál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira