Unglingsstúlkur sem stungu mann fyrir áfengisflösku til rannsóknar vegna fleiri árása Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 12:38 Lögregluþjónar að störfum í Toronto. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Steve Russell Saksóknarar í Toronto í Kanada hafa ákært átta táningsstúlkur fyrir að stinga 59 ára gamlan mann til bana. Stúlkurnar eru þrettán til sextán ára gamlar og voru að reyna að ná áfengisflösku af vinkonu mannsins. Í samtali við Ríkisútvarp Kanada (CBC) segir konan sem ráðist var á að hún og maðurinn hafi verið fyrir utan athvarf í miðbæ Toronto skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags þegar stúlkurnar hafi gengið að þeim og reynt að taka af henni áfengisflösku. Sjá einnig: Átta unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð á heimilislausum manni Hún segir vin sinn hafa komið sér til aðstoðar en stúlkurnar hafi allar ráðist á hann og slegið hann ítrekað. Konan flúði en segist hafa séð mikið blóð þegar þær réðust á manninn. Konan hélt að stúlkurnar hefðu stungið manninn í kviðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Stúlkurnar voru handteknar skömmu síðar, þegar lögregluþjónar voru kallaðir til út af öðru máli sem stúlkurnar komu að. Lögreglan segir að vopn hafi fundist á stúlkunum en hefur ekki sagt hvernig vopn né hve mörg. Í frétt Toronto Star er haft eftir heimildarmönnum miðilsins úr lögreglunni að talið sé að stúlkurnar hafi tengst tveimur öðrum árásum þetta kvöld. Taldar hafa hist á samfélagsmiðlum Þrjár stúlknanna eru þrettán ára gamlar, þrjár eru fjórtán ára og tvær eru sextán. Lögreglan telur þær hafa hist á samfélagsmiðlum og komið saman í miðbæ Toronto á laugardagskvöldið. Þær búa allar í sitthvorum hluta borgarinnar. Ekki liggur fyrir hvað þær voru að gera í miðbænum en allar hafa verið ákærðar fyrir morð af annarri gráðu. Einn af yfirmönnum lögreglunnar í Toronto, sem hefur rannsakað morð í nítján ár, segist aldrei hafa rannsakað glæp sem þennan. Lögreglan hefur biðlað til almennings um upplýsingar um málið. John Tory, borgarstjóri, segir árásina ógnvænlega. Í yfirlýsingu sem CBC vitnar í segir borgarstjórinn að allir íbúar borgarinnar eigi skilið að komið sé fram við þá af virðingu. Það að maður hafi dáið á þennan hátt sé sorglegt. Hann segir einnig að ungur aldur stúlknanna og eðli glæpsins sé mikið áhyggjuefni. Kanada Erlend sakamál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Í samtali við Ríkisútvarp Kanada (CBC) segir konan sem ráðist var á að hún og maðurinn hafi verið fyrir utan athvarf í miðbæ Toronto skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags þegar stúlkurnar hafi gengið að þeim og reynt að taka af henni áfengisflösku. Sjá einnig: Átta unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð á heimilislausum manni Hún segir vin sinn hafa komið sér til aðstoðar en stúlkurnar hafi allar ráðist á hann og slegið hann ítrekað. Konan flúði en segist hafa séð mikið blóð þegar þær réðust á manninn. Konan hélt að stúlkurnar hefðu stungið manninn í kviðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Stúlkurnar voru handteknar skömmu síðar, þegar lögregluþjónar voru kallaðir til út af öðru máli sem stúlkurnar komu að. Lögreglan segir að vopn hafi fundist á stúlkunum en hefur ekki sagt hvernig vopn né hve mörg. Í frétt Toronto Star er haft eftir heimildarmönnum miðilsins úr lögreglunni að talið sé að stúlkurnar hafi tengst tveimur öðrum árásum þetta kvöld. Taldar hafa hist á samfélagsmiðlum Þrjár stúlknanna eru þrettán ára gamlar, þrjár eru fjórtán ára og tvær eru sextán. Lögreglan telur þær hafa hist á samfélagsmiðlum og komið saman í miðbæ Toronto á laugardagskvöldið. Þær búa allar í sitthvorum hluta borgarinnar. Ekki liggur fyrir hvað þær voru að gera í miðbænum en allar hafa verið ákærðar fyrir morð af annarri gráðu. Einn af yfirmönnum lögreglunnar í Toronto, sem hefur rannsakað morð í nítján ár, segist aldrei hafa rannsakað glæp sem þennan. Lögreglan hefur biðlað til almennings um upplýsingar um málið. John Tory, borgarstjóri, segir árásina ógnvænlega. Í yfirlýsingu sem CBC vitnar í segir borgarstjórinn að allir íbúar borgarinnar eigi skilið að komið sé fram við þá af virðingu. Það að maður hafi dáið á þennan hátt sé sorglegt. Hann segir einnig að ungur aldur stúlknanna og eðli glæpsins sé mikið áhyggjuefni.
Kanada Erlend sakamál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira