Átján ára Stefan Bajcetic skoraði í sigri Liverpool Andri Már Eggertsson skrifar 26. desember 2022 19:30 Liverpool FC v Southampton FC - Premier League LIVERPOOL, ENGLAND - NOVEMBER 12: Mohamed Salah of Liverpool in action during the Premier League match between Liverpool FC and Southampton FC at Anfield on November 12, 2022 in Liverpool, England. (Photo by Jan Kruger/Getty Images) Rauði herinn vann Aston Villa 1-3 í fyrsta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni eftir nokkurra vikna hlé vegna HM. Þetta var næst síðasta leikurinn á öðrum degi jóla. Mohamed Salah mætti endurnærður eftir að hafa verið í fríi þegar HM í fótbolta fór fram. Salah braut ísinn á 5. mínútu þar sem Andy Robertsson átti stoðsendinguna. Salah hefur skorað 172 mörk fyrir Liverpool í öllum keppnum og jafnaði þar Liverpool goðsögnina Sir Kenny Dalglish sem skoraði 172 mörk fyrir Liverpool. Mohamed Salah 🤝 Sir Kenny Dalglish#BBCFootball pic.twitter.com/R6ysBGIN63— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Virgil van Dijk bætti við öðru mark Liverpool á 37. mínútu. Mohamed Salah átti stoðsendinguna á Virgil van Dijk sem skoraði annað mark Liverpool og var staðan 0-2 fyrir gestina í hálfleik. Mohamed Salah gaf sína fimmtugustu stoðsendingu á van Dijk og er annar leikmaðurinn í sögu Liverpool sem hefur skorað 50 mörk og gefið 50 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Steven Gerrard er því ekki lengur einn í þessum hópi en hann skoraði 120 mörk og gaf 92 stoðsendingar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Players with 50+ goals and 50+ assists for Liverpool in the Premier League:🔴 Mohamed Salah🔴 Steven GerrardEnd of list.#BBCFootball pic.twitter.com/hWjtXsbiFV— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Ollie Watkins minnkað muninn í 1-2 þegar fjórtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Átján ára Stefan Bajcetic gerði út um vonir Aston Villa þegar hann bætti við þriðja marki Liverpool. Stefan Bajcetic kom inn á fyrir Jordan Henderson á 79. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði hann sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Stefan Bajcetic varð næst yngsti Spánverjinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni en Cesc Fàbregas á metið þar sem hann skoraði 17 ára og 113 daga gamall gegn Blackburn árið 2004 2 - Liverpool’s Stefan Bajcetic (18y 65d) has become the second youngest Spanish scorer in the Premier League after Cesc Fàbregas for Arsenal against Blackburn in August 2004 (17y 113d). Entrance. pic.twitter.com/dWouSnHDWa— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Enski boltinn
Rauði herinn vann Aston Villa 1-3 í fyrsta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni eftir nokkurra vikna hlé vegna HM. Þetta var næst síðasta leikurinn á öðrum degi jóla. Mohamed Salah mætti endurnærður eftir að hafa verið í fríi þegar HM í fótbolta fór fram. Salah braut ísinn á 5. mínútu þar sem Andy Robertsson átti stoðsendinguna. Salah hefur skorað 172 mörk fyrir Liverpool í öllum keppnum og jafnaði þar Liverpool goðsögnina Sir Kenny Dalglish sem skoraði 172 mörk fyrir Liverpool. Mohamed Salah 🤝 Sir Kenny Dalglish#BBCFootball pic.twitter.com/R6ysBGIN63— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Virgil van Dijk bætti við öðru mark Liverpool á 37. mínútu. Mohamed Salah átti stoðsendinguna á Virgil van Dijk sem skoraði annað mark Liverpool og var staðan 0-2 fyrir gestina í hálfleik. Mohamed Salah gaf sína fimmtugustu stoðsendingu á van Dijk og er annar leikmaðurinn í sögu Liverpool sem hefur skorað 50 mörk og gefið 50 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Steven Gerrard er því ekki lengur einn í þessum hópi en hann skoraði 120 mörk og gaf 92 stoðsendingar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Players with 50+ goals and 50+ assists for Liverpool in the Premier League:🔴 Mohamed Salah🔴 Steven GerrardEnd of list.#BBCFootball pic.twitter.com/hWjtXsbiFV— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Ollie Watkins minnkað muninn í 1-2 þegar fjórtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Átján ára Stefan Bajcetic gerði út um vonir Aston Villa þegar hann bætti við þriðja marki Liverpool. Stefan Bajcetic kom inn á fyrir Jordan Henderson á 79. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði hann sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Stefan Bajcetic varð næst yngsti Spánverjinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni en Cesc Fàbregas á metið þar sem hann skoraði 17 ára og 113 daga gamall gegn Blackburn árið 2004 2 - Liverpool’s Stefan Bajcetic (18y 65d) has become the second youngest Spanish scorer in the Premier League after Cesc Fàbregas for Arsenal against Blackburn in August 2004 (17y 113d). Entrance. pic.twitter.com/dWouSnHDWa— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti