Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. desember 2022 19:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Stöð 2/Einar Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni fjölskyldumann í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík í apríl í fyrra. Maðurinn var ekki nafngreindur í dómnum - en sú hefð hefur skapast hjá dómstólum hér á landi að nafngreina ekki vændiskaupendur. Þingmaður Vinstri grænna segir hefðina skjóta skökku við og til þess fallna að hlífa gerendum. „Við birtum nöfn í morðmálum eða þar sem fjallað er um mjög alvarleg ofbeldisbrot og þess vegna skýtur það skökku við að verið sé að hlífa brotamönnum í kynferðisbrotamálum og ég held að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, að geta ekki nema í sínum hópi sagt frá því og það berst ekki út að þetta séu aðilar sem eru að brjóta af sér og mér finnst ekkert réttlæta það að þeir njóti nafnleyndar. Það er ekkert sem rökstyður það,“ segir Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna. Hún segir mikilvægt að dómarar endurskoði þessa hefð, sér í lagi þar sem vændi er skilgreint sem ofbeldi í lögum. „Vegna þess að ég held að þetta sé ekki eitthvað sem sé í lögum endilega að þurfi að vera með þessum hætti. Það er mikilvægt að þessi nöfn séu birt, ekki síst þar sem þetta er ofbeldi sem beinist að konum fyrst og síðast og ef við ætlum að ná utan um þolendur að þá er þetta eitt af því sem, að mínum mati, við verðum að taka á. Og ef það þarf lagabreytingu til þá verðum við að taka utan um það held ég á þingi.“ Vændi Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni fjölskyldumann í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík í apríl í fyrra. Maðurinn var ekki nafngreindur í dómnum - en sú hefð hefur skapast hjá dómstólum hér á landi að nafngreina ekki vændiskaupendur. Þingmaður Vinstri grænna segir hefðina skjóta skökku við og til þess fallna að hlífa gerendum. „Við birtum nöfn í morðmálum eða þar sem fjallað er um mjög alvarleg ofbeldisbrot og þess vegna skýtur það skökku við að verið sé að hlífa brotamönnum í kynferðisbrotamálum og ég held að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, að geta ekki nema í sínum hópi sagt frá því og það berst ekki út að þetta séu aðilar sem eru að brjóta af sér og mér finnst ekkert réttlæta það að þeir njóti nafnleyndar. Það er ekkert sem rökstyður það,“ segir Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna. Hún segir mikilvægt að dómarar endurskoði þessa hefð, sér í lagi þar sem vændi er skilgreint sem ofbeldi í lögum. „Vegna þess að ég held að þetta sé ekki eitthvað sem sé í lögum endilega að þurfi að vera með þessum hætti. Það er mikilvægt að þessi nöfn séu birt, ekki síst þar sem þetta er ofbeldi sem beinist að konum fyrst og síðast og ef við ætlum að ná utan um þolendur að þá er þetta eitt af því sem, að mínum mati, við verðum að taka á. Og ef það þarf lagabreytingu til þá verðum við að taka utan um það held ég á þingi.“
Vændi Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12