„Lífið breyttist á skotstundu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 20:01 Mary Earps fagnaði Evrópumeistaratitlinum að hætti hússins. Sarah Stier/Getty Images „Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. Hin 29 ára gamla Earps er að eiga sitt besta tímabil til þessa með Man United en hún var hreint út sagt frábær þegar England tryggði sér sigur á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Hún var í 48. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í heimi. "It's been an incredible 24 hours for sure!" Mary Earps on being named in the Top 50 Best Women's Players in the World pic.twitter.com/hGg5qCpdMZ— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) December 22, 2022 „Ég man mjög vel dagana þar sem mér leið ekki vel. Ég var ekki nægilega góð og var komin á endastöð. Þetta var bara ekki að ganga, ég var með húsnæðislán og skyldum sem ég var ekki að sinna.“ Earps hafði flakkað á milli liða á Englandi og spilaði lítið þegar hún gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg árið 2018. Ári síðar var hún komin til Man United en þar sem sæti í enska landsliðshópnum virtist úr augsýn íhugaði Earps að kalla þetta gott. „Á endanum ákvað að ég að gefa þessu tvö ár í viðbót. Sarina [Wiegman, þjálfari enska landsliðsins] tók við í september og lífið breyttist á skotstundu,“ segir Earps og smellir fingrum. „Mér leið eins og hún skildi hvaðan ég væri að koma og skildi mig sem manneskju. Það var ekki eitthvað sem ég hafði upplifað oft í fótbolta í gegnum árin. Ég kann að meta hversu beinskeytt hún er, hversu hreinskilin og ég get í raun ekki komið í orð hvernig hún hefur breytt ferlinum mínum.“ „Allt þetta ár hefur breytt öllu,“ sagði Evrópumeistarinn Mary Earps að endingu. Fótbolti Enski boltinn EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. Hin 29 ára gamla Earps er að eiga sitt besta tímabil til þessa með Man United en hún var hreint út sagt frábær þegar England tryggði sér sigur á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Hún var í 48. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í heimi. "It's been an incredible 24 hours for sure!" Mary Earps on being named in the Top 50 Best Women's Players in the World pic.twitter.com/hGg5qCpdMZ— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) December 22, 2022 „Ég man mjög vel dagana þar sem mér leið ekki vel. Ég var ekki nægilega góð og var komin á endastöð. Þetta var bara ekki að ganga, ég var með húsnæðislán og skyldum sem ég var ekki að sinna.“ Earps hafði flakkað á milli liða á Englandi og spilaði lítið þegar hún gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg árið 2018. Ári síðar var hún komin til Man United en þar sem sæti í enska landsliðshópnum virtist úr augsýn íhugaði Earps að kalla þetta gott. „Á endanum ákvað að ég að gefa þessu tvö ár í viðbót. Sarina [Wiegman, þjálfari enska landsliðsins] tók við í september og lífið breyttist á skotstundu,“ segir Earps og smellir fingrum. „Mér leið eins og hún skildi hvaðan ég væri að koma og skildi mig sem manneskju. Það var ekki eitthvað sem ég hafði upplifað oft í fótbolta í gegnum árin. Ég kann að meta hversu beinskeytt hún er, hversu hreinskilin og ég get í raun ekki komið í orð hvernig hún hefur breytt ferlinum mínum.“ „Allt þetta ár hefur breytt öllu,“ sagði Evrópumeistarinn Mary Earps að endingu.
Fótbolti Enski boltinn EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00