„Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 23:00 Aron Pálmarsson er á leið frá Álaborg til FH. Álaborg Þeir Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason hringdu til Danmerkur í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastinu. Þar ræddu þeir við Rasmus Boysen, einn helsta handboltasérfræðing heims um heimkomu Arons Pálmarssonar. „Þetta kom virkilega á óvart fyrir danska handboltaaðdáendur,“ sagði Rasmus í samtali við þá félaga. „Aron er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir Álaborg sem er mjög metnaðarfullt félag og Aron á auðvitað eitt ár eftir af samningi sínum. Þannig að þetta kom á óvart þegar maður heyrði af þessu, en þegar maður heyrir ástæðuni fyrir því af hverju hann er að fara frá Álaborg og til Íslands þá skilur maður þessa ákvörðun hans,“ bætti Rasmus við, en Aron hefur sagt frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun til að vera nær dóttur sinni sem er búsett hér á landi. Stórt nafn að yfirgefa stórt lið Þá segir Rasmus að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Arons í dönskum miðlum, enda sé stórt nafn að yfirgefa stórt lið. „Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum. Handbolti er mjög stór íþrótt í Danmörku og Aron er stórleikmaður í stóru liði, bæði í dönskum og evrópskum handbolta. En eins og ég sagði áðan þá voru allir mjög hissa. En maður sá á samfélagsmiðlunum hjá Álaborg að stuðningsmenn liðsins skildu af hverju Aron vildi fara, en þeir voru líka mjög ósáttir með það.“ Mun líklega ekki koma niður á spiltímanum Þrátt fyrir að Aron sé nú á leið frá Álaborg áður en samningi hans er lokið telur Rasmus ekki að það muni hafa áhrif á spiltíma hans hjá félaginu. „Nei það held ég ekki. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er Álaborg ekki í þeirri stöðu núna að þeir geti hunsað stjörnur eins og Aron. Liðið er búið að eiga erfitt uppdráttar fyrri helming tímabilsins. Þeir áttu gott tímabil í fyrra, en hafa verið í veseni í ár. Mér finnst Aron hafa spilað mjög vel undanfarna mánuði þannig ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á spiltíma hans.“ Meðal þriggja bestu leikmanna heims upp á sitt besta Við Íslendingar höfum lengi litið á Aron sem einn besta handboltamann heims, enda hefur hann spilað með bestu liðum heims um áraraðir og unnið allt sem hægt er að vinna. En hvar setur Rasmus hann á listann yfir bestu handboltamenn heims? „Þegar hann var upp á sitt allra besta var hann meðal fimm bestu í heimi, jafnvel meðal þriggja bestu. Hann var aldrei sá allra besti, en meðal þeirra bestu. Hann er leikmaður sem steig alltaf upp í mikilvægum leikjum.“ „Hann er frábær leikmaður sem er enn mjög góður, en ekki í heimsklassa lengur. Hann er enn mjög, mjög góður, en ekki á lista yfir tíu bestu leikmenn heims lengur því mér finnst hann ekki hafa verið jafn stöðugur í Danmörku eins og hann var í Barcelona. Þannig eins og ég segi, mjög góður leikmaður, en ekki meðal tíu bestu lengur.“ Þá segir Rasmus að Aron hafi verið upp á sitt besta á tíma sínum hjá Kiel. „Hjá Kiel held ég. Það hjálpaði honum auðvitað að hann spilaði með mjög góðu liði, sem hann gerði auðvitað líka hjá Barcelona, en samkeppnin á milli leikmanna í Kiel á þessum tíma var mun meiri. Mér fannst hann líka betri með landsliðinu þegar hann var að spila hjá Kiel,“ sagði Rasmus að lokum. Viðhafnarútgáfu Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en strákarnir hringja í Rasmus eftir um 28 mínútur. Handbolti Handkastið Danski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Sjá meira
„Þetta kom virkilega á óvart fyrir danska handboltaaðdáendur,“ sagði Rasmus í samtali við þá félaga. „Aron er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir Álaborg sem er mjög metnaðarfullt félag og Aron á auðvitað eitt ár eftir af samningi sínum. Þannig að þetta kom á óvart þegar maður heyrði af þessu, en þegar maður heyrir ástæðuni fyrir því af hverju hann er að fara frá Álaborg og til Íslands þá skilur maður þessa ákvörðun hans,“ bætti Rasmus við, en Aron hefur sagt frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun til að vera nær dóttur sinni sem er búsett hér á landi. Stórt nafn að yfirgefa stórt lið Þá segir Rasmus að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Arons í dönskum miðlum, enda sé stórt nafn að yfirgefa stórt lið. „Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum. Handbolti er mjög stór íþrótt í Danmörku og Aron er stórleikmaður í stóru liði, bæði í dönskum og evrópskum handbolta. En eins og ég sagði áðan þá voru allir mjög hissa. En maður sá á samfélagsmiðlunum hjá Álaborg að stuðningsmenn liðsins skildu af hverju Aron vildi fara, en þeir voru líka mjög ósáttir með það.“ Mun líklega ekki koma niður á spiltímanum Þrátt fyrir að Aron sé nú á leið frá Álaborg áður en samningi hans er lokið telur Rasmus ekki að það muni hafa áhrif á spiltíma hans hjá félaginu. „Nei það held ég ekki. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er Álaborg ekki í þeirri stöðu núna að þeir geti hunsað stjörnur eins og Aron. Liðið er búið að eiga erfitt uppdráttar fyrri helming tímabilsins. Þeir áttu gott tímabil í fyrra, en hafa verið í veseni í ár. Mér finnst Aron hafa spilað mjög vel undanfarna mánuði þannig ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á spiltíma hans.“ Meðal þriggja bestu leikmanna heims upp á sitt besta Við Íslendingar höfum lengi litið á Aron sem einn besta handboltamann heims, enda hefur hann spilað með bestu liðum heims um áraraðir og unnið allt sem hægt er að vinna. En hvar setur Rasmus hann á listann yfir bestu handboltamenn heims? „Þegar hann var upp á sitt allra besta var hann meðal fimm bestu í heimi, jafnvel meðal þriggja bestu. Hann var aldrei sá allra besti, en meðal þeirra bestu. Hann er leikmaður sem steig alltaf upp í mikilvægum leikjum.“ „Hann er frábær leikmaður sem er enn mjög góður, en ekki í heimsklassa lengur. Hann er enn mjög, mjög góður, en ekki á lista yfir tíu bestu leikmenn heims lengur því mér finnst hann ekki hafa verið jafn stöðugur í Danmörku eins og hann var í Barcelona. Þannig eins og ég segi, mjög góður leikmaður, en ekki meðal tíu bestu lengur.“ Þá segir Rasmus að Aron hafi verið upp á sitt besta á tíma sínum hjá Kiel. „Hjá Kiel held ég. Það hjálpaði honum auðvitað að hann spilaði með mjög góðu liði, sem hann gerði auðvitað líka hjá Barcelona, en samkeppnin á milli leikmanna í Kiel á þessum tíma var mun meiri. Mér fannst hann líka betri með landsliðinu þegar hann var að spila hjá Kiel,“ sagði Rasmus að lokum. Viðhafnarútgáfu Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en strákarnir hringja í Rasmus eftir um 28 mínútur.
Handbolti Handkastið Danski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Sjá meira