Segir skotmark Arsenal aðeins vera á eftir Mbappé og Vinicíus í sinni stöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 13:45 Mykhaylo Mudryk [til vinstri] er eftirsóttur. Cathrin Mueller/Getty Images Darijo Srna, yfirmaður knattspyrnumála hjá Shakhtar Donetsk, telur Mykhailo Mudryk einn besta leikmann heims í sinni stöðu. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, er á höttunum á eftir framherjanum Mykhailo Mudryk sem spilar með Shakhtar Donetsk í heimalandinu. Hinn 21 árs gamli Mudryk er í miklum metum hjá Roberto De Zerbi, núverandi þjálfara Brighton & Hove Albion og fyrrverandi þjálfara Shakhtar. Þá virðist Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vera gríðarlegur aðdáandi en það virðist sem Arsenal hafi náð samkomulagi við leikmanninn um að ganga í raðir þess. Arsenal á hins vegar eftir að ná samkomulagi við Shakhtar en úkraínska félagið metur leikmanninn opinberlega á rúmlega 100 milljónir evra. samsvarar það 15 milljörðum íslenskra króna. Það virðist þó sem félagið sé tilbúið að samþykkja tilboð upp á rúmlega 60 milljónir evra eða rúmlega 9 milljarða íslenskra króna. Shakhtar director of football Darijo Srna tells me any club wanting Mykhaylo Mudryk must spend "a lot, a lot, a lot of money." Shakhtar are saying publicly they want 100m. But, as previously reported, sources say privately they will entertain offers of 60m+. pic.twitter.com/cRAVU8NEgY— Ben Jacobs (@JacobsBen) December 12, 2022 Þó Mudryk sé í miklum metum hjá De Zerbi og Arteta er ljóst að Shakhtar hefur hvað mestar mætur á leikmanninum. Áðurnefndur Srna, sem var á sínum tíma leikmaður Shakhtar og landsliðsbakvörður Króatíu, telur Mudryk einfaldlega einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Segir Srna að einu leikmennirnir sem séu betri í þessari vinstri framherjastöðu í heiminum séu Kylian Mbappé, stórstjarna franska landsliðsins og París Saint-Germain, og hinn brasilíski Vinicíus Junior, leikmaður Real Madríd. Money available to Arteta Mudryk top choice to fill Jesus void... ...but club will not pay 100m fee Cedric could leave@gunnerblog reveals Arsenal's plans for the January transfer window.https://t.co/mXjkYUgCrR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 26, 2022 Mudryk hefur spilað vel það sem af er leiktíð. Í 12 deildarleikjum hefur hann skorað 7 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Hvort hann sé 100 milljón evra virði verður svo að koma í ljós, fari svo að Arsenal kaupi hann. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, er á höttunum á eftir framherjanum Mykhailo Mudryk sem spilar með Shakhtar Donetsk í heimalandinu. Hinn 21 árs gamli Mudryk er í miklum metum hjá Roberto De Zerbi, núverandi þjálfara Brighton & Hove Albion og fyrrverandi þjálfara Shakhtar. Þá virðist Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vera gríðarlegur aðdáandi en það virðist sem Arsenal hafi náð samkomulagi við leikmanninn um að ganga í raðir þess. Arsenal á hins vegar eftir að ná samkomulagi við Shakhtar en úkraínska félagið metur leikmanninn opinberlega á rúmlega 100 milljónir evra. samsvarar það 15 milljörðum íslenskra króna. Það virðist þó sem félagið sé tilbúið að samþykkja tilboð upp á rúmlega 60 milljónir evra eða rúmlega 9 milljarða íslenskra króna. Shakhtar director of football Darijo Srna tells me any club wanting Mykhaylo Mudryk must spend "a lot, a lot, a lot of money." Shakhtar are saying publicly they want 100m. But, as previously reported, sources say privately they will entertain offers of 60m+. pic.twitter.com/cRAVU8NEgY— Ben Jacobs (@JacobsBen) December 12, 2022 Þó Mudryk sé í miklum metum hjá De Zerbi og Arteta er ljóst að Shakhtar hefur hvað mestar mætur á leikmanninum. Áðurnefndur Srna, sem var á sínum tíma leikmaður Shakhtar og landsliðsbakvörður Króatíu, telur Mudryk einfaldlega einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Segir Srna að einu leikmennirnir sem séu betri í þessari vinstri framherjastöðu í heiminum séu Kylian Mbappé, stórstjarna franska landsliðsins og París Saint-Germain, og hinn brasilíski Vinicíus Junior, leikmaður Real Madríd. Money available to Arteta Mudryk top choice to fill Jesus void... ...but club will not pay 100m fee Cedric could leave@gunnerblog reveals Arsenal's plans for the January transfer window.https://t.co/mXjkYUgCrR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 26, 2022 Mudryk hefur spilað vel það sem af er leiktíð. Í 12 deildarleikjum hefur hann skorað 7 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Hvort hann sé 100 milljón evra virði verður svo að koma í ljós, fari svo að Arsenal kaupi hann.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira