Rúmlega tvö þúsund sæðisskammtar úr Fróða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2022 15:05 Fróði og aðrir hrútar voru kynntir í máli og myndum í Hrútaskránni, sem kom út í nóvember. Halla Eygló Sveinsdóttir Hrúturinn Fróði frá Bjargi í Miðfirði var vinsælasti hrúturinn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands yfir fengitímann, sem var að ljúka. Sæði úr Fróða var sent í rúmlega tvö þúsund ær. Sauðfjársæðingar stóðu yfir frá 1. desember til 20. desember hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum skammt frá Selfossi. Á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands segir að sæðingar hafi gengið vel fram til 16. desember en þá versnaði færð og veður og sendingar misfórust. Alls var sent út sæði í 17.000 ær og ætla má miðað við nýtingu fyrri ára að um 11.000 ær hafi verið sæddar frá stöðinni. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum. Kraftur frá Skarði í Landsveit var með útsent sæði í 1.415 ær, Angi frá Borgarfelli í Skaftártungu var með útsent sæði í 1.215 ær, Askur frá Kirkjubæjarklaustri með útsent sæði í 1.065 ær og Gullmoli frá Þernunesi var með útsent sæði í 1.045 ær. Ekki tókst að anna eftirspurn eftir sæði úr Anga og Gullmola. Á heimasíðu Búnaðarsambandsins kemur einnig fram að lítil eftirspurn var eftir sæði úr mörgum af eldri hrútunum á Sauðfjársæðingastöðinni, bændur hafi verið mun spenntari fyrir nýju hrútunum, sem þýðir að ekki má slaka á að fá nýja hrúta á stöðina og huga vel að endurnýjun. Til upplýsingar er rétt að geta þess að ær ganga á 16 til 17 daga fresti frá nóvember og fram eftir vetri. Frjósemi þeirra er mest framan af þessu tímabili, þ.e.a.s. á hefðbundnum fengitíma í desember. Ærnar eru blæsma í u.þ.b. 2 sólarhringa en egglosið verður 24-30 klukkustundir eftir að beiðslið byrjar og eggið er frjótt í allt að 24 klukkustundir. Sæðið lifir í allt að 24 klukkustundir í leghálsi og eggjaleiðurum ánna. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum.Úr Hrútaskránni 2022/2023 Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sauðfjársæðingar stóðu yfir frá 1. desember til 20. desember hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum skammt frá Selfossi. Á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands segir að sæðingar hafi gengið vel fram til 16. desember en þá versnaði færð og veður og sendingar misfórust. Alls var sent út sæði í 17.000 ær og ætla má miðað við nýtingu fyrri ára að um 11.000 ær hafi verið sæddar frá stöðinni. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum. Kraftur frá Skarði í Landsveit var með útsent sæði í 1.415 ær, Angi frá Borgarfelli í Skaftártungu var með útsent sæði í 1.215 ær, Askur frá Kirkjubæjarklaustri með útsent sæði í 1.065 ær og Gullmoli frá Þernunesi var með útsent sæði í 1.045 ær. Ekki tókst að anna eftirspurn eftir sæði úr Anga og Gullmola. Á heimasíðu Búnaðarsambandsins kemur einnig fram að lítil eftirspurn var eftir sæði úr mörgum af eldri hrútunum á Sauðfjársæðingastöðinni, bændur hafi verið mun spenntari fyrir nýju hrútunum, sem þýðir að ekki má slaka á að fá nýja hrúta á stöðina og huga vel að endurnýjun. Til upplýsingar er rétt að geta þess að ær ganga á 16 til 17 daga fresti frá nóvember og fram eftir vetri. Frjósemi þeirra er mest framan af þessu tímabili, þ.e.a.s. á hefðbundnum fengitíma í desember. Ærnar eru blæsma í u.þ.b. 2 sólarhringa en egglosið verður 24-30 klukkustundir eftir að beiðslið byrjar og eggið er frjótt í allt að 24 klukkustundir. Sæðið lifir í allt að 24 klukkustundir í leghálsi og eggjaleiðurum ánna. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum.Úr Hrútaskránni 2022/2023
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira