Hringsnerust eftir ákeyrslu og sáu bílinn stinga af Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 17:48 Vinstri afturendi bílsins er skemmdur eftir ákeyrsluna. Fjölskylda frá Reykjanesbæ lenti í nokkuð harkalegri ákeyrslu á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Þau auglýsa nú eftir vitnum að ákeyrslunni þar sem ökumaðurinn keyrði af vettvangi skömmu eftir að hafa keyrt á afturhlið bílsins. „Við náum bara ekki utan um þetta, að fólk skuli klessa svona á og svo bara keyra af vettvangi. Og það á jóladag,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir sem auglýsir nú eftir vitnum að ákeyrslunni á Facebook. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar bíll kom á blússandi siglingu vinstra megin við þau. Þá voru þau stödd á Reykjanesbrautinni, við mót tvöfalda kaflans og þess einfalda hjá álverinu í Straumsvík. „Hann virðist ætla að taka fram úr en svo átta sig á því að hann nái því ekki. Þá rykkir hann bílnum til hægri og ætlar að fara fyrir aftan okkur en endar með því að keyra aftan okkur vinstra megin. Við hringsnúumst og lendum líka framan á bílnum hans.“ Þá hafi bílstjórinn hægt á bílnum um 500 metrum framar og numið loks staðar um 800 metrum frá kyrrstæðum bíl þeirra. „Kannski tveim mínútum síðar er hann bara farinn,“ segir Ingibjörg. „Börnin okkar tvö voru auðvitað í algjöru sjokki, hágrátandi aftur í.“ Þau sáu ekki hvernig bíllinn leit út og lýsa því eftir vitnum að ákeyrslunni. „Eitt vitni sem stansaði nálægt sagði að blár bíll hafi keyrt á ógnarhraða framhjá honum skömmu áður en ákeyrslan átti sér stað. Þetta hefur allavega verið jepplingur því rúðan var við sömu hæð og okkar bíll sem er jepplingur,“ segir Ingibjörg. Bláar rispur af bílnum passa við lýsingar vitna. Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
„Við náum bara ekki utan um þetta, að fólk skuli klessa svona á og svo bara keyra af vettvangi. Og það á jóladag,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir sem auglýsir nú eftir vitnum að ákeyrslunni á Facebook. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar bíll kom á blússandi siglingu vinstra megin við þau. Þá voru þau stödd á Reykjanesbrautinni, við mót tvöfalda kaflans og þess einfalda hjá álverinu í Straumsvík. „Hann virðist ætla að taka fram úr en svo átta sig á því að hann nái því ekki. Þá rykkir hann bílnum til hægri og ætlar að fara fyrir aftan okkur en endar með því að keyra aftan okkur vinstra megin. Við hringsnúumst og lendum líka framan á bílnum hans.“ Þá hafi bílstjórinn hægt á bílnum um 500 metrum framar og numið loks staðar um 800 metrum frá kyrrstæðum bíl þeirra. „Kannski tveim mínútum síðar er hann bara farinn,“ segir Ingibjörg. „Börnin okkar tvö voru auðvitað í algjöru sjokki, hágrátandi aftur í.“ Þau sáu ekki hvernig bíllinn leit út og lýsa því eftir vitnum að ákeyrslunni. „Eitt vitni sem stansaði nálægt sagði að blár bíll hafi keyrt á ógnarhraða framhjá honum skömmu áður en ákeyrslan átti sér stað. Þetta hefur allavega verið jepplingur því rúðan var við sömu hæð og okkar bíll sem er jepplingur,“ segir Ingibjörg. Bláar rispur af bílnum passa við lýsingar vitna.
Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira