Bókaútgefendur tæmdu sjóð sinn strax í október Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 15:39 Heiðar Ingi Svansson er formaður Fíbut. Hann segist þurfa á fund Lilju D. Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að fá úr því skorið hvernig því verði háttað með sjóðinn á nýju ári, hvort 40 milljóna aukafjárveiting til hans muni þá klípast af framlagi ríkisins til sjóðsins á næsta ári. vísir/vilhelm Fjárveiting í endurgreiðslusjóð fyrir bókaútgefendur var fullnýtt strax í október. Ráðuneytið bætti 40 milljónum við til að brúa bilið. Þetta hefur aldrei gerst áður að sögn Hafþórs Eide Hafþórssonar hjá menningarmálaráðuneytinu. Hafþór telur þetta endurspegla þau auknu umsvif sem eru í íslenskri bókaútgáfu. „Í desember ákvað ráðherra að mæta þessari auknu fjárþörf sjóðsins með því nýta heimild í lögum um opinber fjármál og færa til fjárveitingar innan málaflokksins á árinu 2022, að upphæð 40 milljónir króna. Þær hafa nú þegar verið greiddar út. Endanlegar tölur um fjárþörf fyrir endurgreiðslusjóðinn árið 2022 liggja ekki fyrir en áætlað er að greiða það sem út af stendur í janúar næstkomandi þegar að endurnýjuð fjárheimild fyrir sjóðinn tekur gildi,“ segir Hafþór. Heiðar Ingi Svansson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir þetta rétt. Ráðherra hafi ákveðið að brúa bilið og segist hann þurfa að setjast niður með honum til að fá úr því skorið hvort það framlag reiknist þá til frádráttar því sem ætlað er í sjóðinn á næsta ári. Samkvæmt fjárlögum var framlag til sjóðsins 384,8 milljónir. Á næsta ári, eða 2023, er það svo samkvæmt fjárlögum 375,7 milljónir og hefur þá lækkað um 2 prósent á ári síðan að hún tók gildi árið 2019,“ útskýrir Heiðar Ingi. Upphaflegt framlag ríkisins í sjóðinn voru 400 milljónir en áskilin er aðhaldskrafa á öllum menningarsjóðum milli ára, sem útskýrir lækkunina frá gildistöku laganna. Í fyrra var sjóðurinn 392 milljónir og var þá ekki fullnýttur en samkvæmt skýrslu frá Rannís voru greiddar út 374 milljónir í fyrra. Bókaútgáfa Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Þetta hefur aldrei gerst áður að sögn Hafþórs Eide Hafþórssonar hjá menningarmálaráðuneytinu. Hafþór telur þetta endurspegla þau auknu umsvif sem eru í íslenskri bókaútgáfu. „Í desember ákvað ráðherra að mæta þessari auknu fjárþörf sjóðsins með því nýta heimild í lögum um opinber fjármál og færa til fjárveitingar innan málaflokksins á árinu 2022, að upphæð 40 milljónir króna. Þær hafa nú þegar verið greiddar út. Endanlegar tölur um fjárþörf fyrir endurgreiðslusjóðinn árið 2022 liggja ekki fyrir en áætlað er að greiða það sem út af stendur í janúar næstkomandi þegar að endurnýjuð fjárheimild fyrir sjóðinn tekur gildi,“ segir Hafþór. Heiðar Ingi Svansson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir þetta rétt. Ráðherra hafi ákveðið að brúa bilið og segist hann þurfa að setjast niður með honum til að fá úr því skorið hvort það framlag reiknist þá til frádráttar því sem ætlað er í sjóðinn á næsta ári. Samkvæmt fjárlögum var framlag til sjóðsins 384,8 milljónir. Á næsta ári, eða 2023, er það svo samkvæmt fjárlögum 375,7 milljónir og hefur þá lækkað um 2 prósent á ári síðan að hún tók gildi árið 2019,“ útskýrir Heiðar Ingi. Upphaflegt framlag ríkisins í sjóðinn voru 400 milljónir en áskilin er aðhaldskrafa á öllum menningarsjóðum milli ára, sem útskýrir lækkunina frá gildistöku laganna. Í fyrra var sjóðurinn 392 milljónir og var þá ekki fullnýttur en samkvæmt skýrslu frá Rannís voru greiddar út 374 milljónir í fyrra.
Bókaútgáfa Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira